Handbolti

Elvar og Ýmir slegið í gegn í vörninni: Erum báðir nógu brjálaðir

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Ýmir og Elvar eru hér vel tengdir saman í vörninni.
Ýmir og Elvar eru hér vel tengdir saman í vörninni. vísir/epa

Varnarleikur íslenska liðsins á EM hefur vakið verðskuldaða athygli þar sem Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason hafa farið á kostum fyrir miðri vörn Íslands.

„Það er gott að spila með Elvari og öllum í vörninni. Ég held við höfum tekið fjórar eða fimm æfingar saman í vörninni áður en við fórum út,“ sagði Ýmir Örn en óhætt er að segja að þeir hafi náð betur saman en menn áttu von á.

„Ég veit ekki af hverju við náum svona vel saman. Við vorum saman í yngri landsliðunum. Hann er góður maður, gott að tala við hann og góður í vörn. Alltaf til í að hlusta og leiðbeina.“

Rétt eins og Ýmir er Elvar mjög ánægður með hvernig þetta hefur gengið á EM.

„Yfir allt mótið hefur vörnin verið góð og við Ýmir náum alltaf betur og betur saman. Ég veit ekki af hverju. Okkur líður vel við hlið hvors annars og tölum mikið í leikjum. Við förum yfir hlutina líka utan vallar.“

Ýmir segir að þeir félagar eigi eitt sameiginlegt sem hjálpi til.

„Við vorum að ræða þetta hvernig þetta hefði smollið. Við erum báðir nógu brjálaðir.“

Klippa: Ungir og öflugir í vörninni

 


Tengdar fréttir

Gummi: Það er enginn beygur í okkur

Landsliðsþjálfarinn segir að það megi ekki gleyma því að Íslandi hafi spilað fimm góða hálfleiki á EM í handbolta til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×