Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjum í kvöld: Alexander bestur í íslenska liðinu en mikið af tvistum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 19:47 Íslensku strákarnir í lok leiksins í dag. Mynd/HSÍ Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. Leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum þar sem sóknarleikurinn var alveg gjaldþrota. Það á að vera nóg til að vinna leik að fá aðeins 24 mörk á sig en sex mörk í seinni hálfleiknum var of mikið fyrir íslenska vörnina að brúa. Ungverjar unnu seinni hálfleikinn með níu mörkum og fara með tvö stig og sex mörk í plús inn í milliriðilinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Eftir tvo frábæra leiki í röð og mikið af flottum frammistöðum var allt annað að sjá til íslensku strákanna í þessum leik. Við erum því að sjá marga tvista að þessu sinni og einn af þeim fór á Aron Pálmarsson sem gjörsamlega gufaði upp í seinni hálfleiknum. Alexander Petersson var enn og ný besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Hann kom að níu mörkum, vann nokkra bolta í vörninni og reyndi sem hann gat. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (8 varin skot- 45:48 mín.) Verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt. Fékk mikið af mörkum á sig úr opnum færum. Virtist missa móðinn þegar leið á leikinn. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Rússum.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 49:17 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Stóð vaktina varnarlega og var að nýta færin sín vel. Fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik þegar leikur íslenska liðsins hrundi.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (4 mörk - 45:27 mín.) Aron byrjaði leikinn ekki vel en náði takti og skilaði þokkalegum fyrri hálfleik. Hann var hins vegar alveg afleitur í þeim síðari, gerði mikið af mistökum, var taktlaus og að því virtist andlaus. Íslenska liðið mátti alls ekki við því þegar hlutirnir voru að ganga illa.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 36:58 mín.) Elvar hefur valdið miklum vonbrigðum á mótinu nema í varnarleiknum. Hann finnur engan takt í sóknarleiknum, virðist hræddur og óöruggir. Hann er allt annað leikmaður en við þekkjum. Hann þarf að fara í naflaskoðun.Alexander Petersson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 58:15 mín.) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og á mótinu til þessa. Reyndi allt hvað hann gat, var stórkostlegur varnarlega en fékk hins vegar litla hjálp í sóknarleiknum ekki síst í síðari hálfleik þar sem leikmennirnir í kringum hann voru nánast statistar.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (1 mark - 30:56 mín.) Fann engan takt í leiknum, komst aldrei inn í leikinn og fékk úr litlu að moða. Virtist á köflum bugaður í leiknum. Vonandi á hann meira inni heldur en hann sýndi á móti Ungverjum í Malmö Arena.Kári Kristjánsson, lína - 2 (2 mörk - 23:38 mín.) Kári er línumaður í sama þyngdarflokki og andstæðingarnir. Honum gekk hins vegar erfiðlega að koma sér í stöðu og menn hreinlega fundu hann ekki á línunni. Hann náði ekki að opna fyrir samherja sína eins og hann hefur gert í fyrstu tveimur leikjunum. Hann átti ekki góðan leik.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (4 stopp - 34:00 mín.) Hefur verið jafnbesti leikmaður íslenska liðsins í varnarleiknum þar sem hann hefur borið af ásamt Alexander. Fær hins vegar fá tækifæri í sókninni. Það var þó reynt gegn Ungverjum en því miður í of skamman tíma.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Janus Daði skilaði skínandi verki gegn Rússum og byrjaði vel í leiknum gegn Ungverjum. Það fjaraði fljótt undan honum. Hann var í vandræðum gegn líkamlega sterku liði og af honum stafaði engin ógn.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (2 varin skot- 11:16 mín.) Viktor Gísli þurfti að koma inn af bekknum og berja í brestina. Hann reyndi hvað hann gat og enginn efast um hæfileikana. Reynslan kom hins vegar berlega í ljós því þar skortir honum leiki og mínútur.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 14:25 mín.) Verður ekki sakaður um að standa sig ekki í varnarleiknum. Sóknarlega er hann mjög ólíkur sjálfur ef mið er tekið af síðustu mótum. Þetta kannski endurspeglar hans leik í sænsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem hann hefur átt mjög misjafna leiki.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Sigvaldi náði ekki að sýna okkur sömu snilld og í síðasta leik. Hann er hins vegar hæfileikaríkur en sviðið í Malmö Arena var einfaldlega of stórt fyrir Sigvalda að þessu sinni.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2 (0 mörk - 10:30 mín.) Bjarki fékk ekki margar mínútur í leiknum en enginn efast um getuna og þann styrk sem hann býr yfir. Innkoma hans breytti engu í leiknum í kvöld. Mótið er rétt að byrja og við þurfum á honum að halda.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 8:07 mín.) Haukur er ungum að árum og átti ágæta innkomu í leiknum. Það er hins vegar ljóst að honum skortir reynslu til að takast á við verkefnið sem að honum var rétt. Hann mun læra af þessum leik og mæta betri til leiks gegn Slóveníu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fyrri hálfleikurinn var frábærlega útfærður hjá landsliðsþjálfaranum og það er í raun synd að íslenska liðið hafi ekki verið með meira en þriggja marka forystu í hálfleik. Guðmundur reyndi að finna lausnir í síðari hálfleik og verður ekki sakaður um annað. Var kannski svolítið seinn að bregðast við þegar í harðbakkann sló.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með sex mörkum á móti Ungverjum í þriðja leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Þetta var lokaleikur liðsins í riðlinum en fyrsta tapið í mótinu þýðir að strákarnir fara stigalausir inn í milliriðilinn. Leikur íslenska liðsins hrundi algjörlega í seinni hálfleiknum þar sem sóknarleikurinn var alveg gjaldþrota. Það á að vera nóg til að vinna leik að fá aðeins 24 mörk á sig en sex mörk í seinni hálfleiknum var of mikið fyrir íslenska vörnina að brúa. Ungverjar unnu seinni hálfleikinn með níu mörkum og fara með tvö stig og sex mörk í plús inn í milliriðilinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Eftir tvo frábæra leiki í röð og mikið af flottum frammistöðum var allt annað að sjá til íslensku strákanna í þessum leik. Við erum því að sjá marga tvista að þessu sinni og einn af þeim fór á Aron Pálmarsson sem gjörsamlega gufaði upp í seinni hálfleiknum. Alexander Petersson var enn og ný besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar. Hann kom að níu mörkum, vann nokkra bolta í vörninni og reyndi sem hann gat. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Björgvin Páll Gústavsson, mark - 3 (8 varin skot- 45:48 mín.) Verður ekki sakaður um að hafa ekki reynt. Fékk mikið af mörkum á sig úr opnum færum. Virtist missa móðinn þegar leið á leikinn. Náði ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Rússum.Guðjón Valur Sigurðsson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 49:17 mín.) Var besti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Stóð vaktina varnarlega og var að nýta færin sín vel. Fékk úr litlu að moða í seinni hálfleik þegar leikur íslenska liðsins hrundi.Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 2 (4 mörk - 45:27 mín.) Aron byrjaði leikinn ekki vel en náði takti og skilaði þokkalegum fyrri hálfleik. Hann var hins vegar alveg afleitur í þeim síðari, gerði mikið af mistökum, var taktlaus og að því virtist andlaus. Íslenska liðið mátti alls ekki við því þegar hlutirnir voru að ganga illa.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 36:58 mín.) Elvar hefur valdið miklum vonbrigðum á mótinu nema í varnarleiknum. Hann finnur engan takt í sóknarleiknum, virðist hræddur og óöruggir. Hann er allt annað leikmaður en við þekkjum. Hann þarf að fara í naflaskoðun.Alexander Petersson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 58:15 mín.) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og á mótinu til þessa. Reyndi allt hvað hann gat, var stórkostlegur varnarlega en fékk hins vegar litla hjálp í sóknarleiknum ekki síst í síðari hálfleik þar sem leikmennirnir í kringum hann voru nánast statistar.Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (1 mark - 30:56 mín.) Fann engan takt í leiknum, komst aldrei inn í leikinn og fékk úr litlu að moða. Virtist á köflum bugaður í leiknum. Vonandi á hann meira inni heldur en hann sýndi á móti Ungverjum í Malmö Arena.Kári Kristjánsson, lína - 2 (2 mörk - 23:38 mín.) Kári er línumaður í sama þyngdarflokki og andstæðingarnir. Honum gekk hins vegar erfiðlega að koma sér í stöðu og menn hreinlega fundu hann ekki á línunni. Hann náði ekki að opna fyrir samherja sína eins og hann hefur gert í fyrstu tveimur leikjunum. Hann átti ekki góðan leik.Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (4 stopp - 34:00 mín.) Hefur verið jafnbesti leikmaður íslenska liðsins í varnarleiknum þar sem hann hefur borið af ásamt Alexander. Fær hins vegar fá tækifæri í sókninni. Það var þó reynt gegn Ungverjum en því miður í of skamman tíma.- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Janus Daði skilaði skínandi verki gegn Rússum og byrjaði vel í leiknum gegn Ungverjum. Það fjaraði fljótt undan honum. Hann var í vandræðum gegn líkamlega sterku liði og af honum stafaði engin ógn.Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 3 (2 varin skot- 11:16 mín.) Viktor Gísli þurfti að koma inn af bekknum og berja í brestina. Hann reyndi hvað hann gat og enginn efast um hæfileikana. Reynslan kom hins vegar berlega í ljós því þar skortir honum leiki og mínútur.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 14:25 mín.) Verður ekki sakaður um að standa sig ekki í varnarleiknum. Sóknarlega er hann mjög ólíkur sjálfur ef mið er tekið af síðustu mótum. Þetta kannski endurspeglar hans leik í sænsku úrvalsdeildinni í vetur þar sem hann hefur átt mjög misjafna leiki.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Sigvaldi náði ekki að sýna okkur sömu snilld og í síðasta leik. Hann er hins vegar hæfileikaríkur en sviðið í Malmö Arena var einfaldlega of stórt fyrir Sigvalda að þessu sinni.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 2 (0 mörk - 10:30 mín.) Bjarki fékk ekki margar mínútur í leiknum en enginn efast um getuna og þann styrk sem hann býr yfir. Innkoma hans breytti engu í leiknum í kvöld. Mótið er rétt að byrja og við þurfum á honum að halda.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3 (1 mark - 8:07 mín.) Haukur er ungum að árum og átti ágæta innkomu í leiknum. Það er hins vegar ljóst að honum skortir reynslu til að takast á við verkefnið sem að honum var rétt. Hann mun læra af þessum leik og mæta betri til leiks gegn Slóveníu.Viggó Kristjánsson, hægri skytta - spilaði of lítiðArnar Freyr Arnarsson, lína - spilaði ekkertGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Fyrri hálfleikurinn var frábærlega útfærður hjá landsliðsþjálfaranum og það er í raun synd að íslenska liðið hafi ekki verið með meira en þriggja marka forystu í hálfleik. Guðmundur reyndi að finna lausnir í síðari hálfleik og verður ekki sakaður um annað. Var kannski svolítið seinn að bregðast við þegar í harðbakkann sló.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Alexander og Sigvaldi fá báðir fullt hús Íslenska handboltalandsliðið vann stórsigur á rússneska birninum í öðrum leik sínum á Evrópumeistaramótinu og það voru margir leikmenn íslenska liðsins að spila vel. 13. janúar 2020 19:48
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44