Jóhannes Þór gefur lítið fyrir lobbíistatal Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2020 14:48 Jóhannes Þór segir fundinn fullkomlega eðlilegan hluta samskipta Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegur. visir/vilhelm „Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
„Ef farið væri eftir skilyrðum sem Björn Leví setur fram í dag ættu þingmenn að sitja á skrifstofu sinni og lesa skýrslur og umsagnir og taka ákvörðun um þingmál út frá þeim eingöngu. Allir sjá að þannig virkar lýðræðisleg ákvarðanataka ekki,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir greindi frá því fyrr í dag að Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata hafi ekki liðið vel á fundi sem hann ásamt nokkrum þingmönnum öðrum var boðaður á af hagsmunahópi tengdum ferðaþjónustunnar. Tilefni er frumvarp um þjóðgarð á miðhálendinu sem hefur verið til umsagnar. Björn Leví telur þetta óeðlileg afskipti lobbíista af störfum þingsins, hann tjáði sig um það á téðum fundi. Þá greip Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins inn í og bað fundarmenn afsökunar á orðum Björns Levís. Andlýðræðisleg hugsun Björns Levís Jóhannes Þór var ekki á fundinum en hann hefur rætt við ýmsa sem á honum voru og er vel af honum látið; góð skoðanaskipti upplýsingamiðlun á bóga. „Björn Leví þingmaður Pírata lætur nú að því liggja að það sé á einhvern hátt óeðlilegt að þingmenn hitti umbjóðendur sína, einstaklinga, fyrirtæki og hagsmunaaðila, á fundum og ræði mál sem hafa áhrif á starfsemi þeirra. Þetta er undarleg hugsun, nánast andlýðræðisleg,“ segir Jóhannes Þór en hann hefur skrifað pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann gerir þessa sýn Björns Levís að umtalsefni. Eðlileg samskipti við fólkið í landinu „Þetta er allt fullkomlega eðlilegur hluti af samskiptum Alþingismanna við fólkið í landinu og á engan hátt tortryggilegt. Fundurinn með ferðaþjónustuaðilum á hálendinu sem Björn Leví sótti var ekki á neinn hátt frábrugðinn öðrum fundum af þessu tagi,“ segir Jóhannes sem vill benda á að Björn Leví hafi í starfi sínu á Alþingi undanfarin ár setið fjölda slíkra harðlokaðra funda. „Með fulltrúum „lobbýista“ (eins og hann kallar það) þar sem lobbýistarnir eru sérstaklega boðaðir til fundar og fá tækifæri til að fara yfir sjónarmið sín á ýmsum málum í lokuðu herbergi með þingmönnum. Þeir fundir eru kallaðir nefndafundir Alþingis,“ segir Jóhannes Þór háðskur. En hann starfaði á árum áður sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá forsætisráðherra og þekkir því gjörla hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Ásmundur bað þrýstihóp í ferðaþjónustu afsökunar á Birni Leví Kurr á fundi rekstraraðila ferðaþjónustu og þingmanna. 15. janúar 2020 12:46
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent