„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 11:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira