Innlent

Aukafréttatími vegna snjóflóða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Hádegisfréttatími dagsins verður sendur út beint á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan tólf. Neyðarstigi var lýst yfir eftir að þrjú „mjög stór“ snjóflóð féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær.

Tvö snjóflóðanna féllu við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé.

Unglingsstúlku var bjargað úr flóði á Flateyri en hún slapp án alvarlegra meiðsla eftir að hluti annars snjóflóðsins féll á heimili hennar. Var hún flutt á Ísafjörð með varðskipinu Þór, ásamt aðstandendum. Er líðan hennar eftir atvikum talin góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×