Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. janúar 2020 23:55 Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju. Aðsend Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent