Á rétt á bótum vegna líkamstjóns eftir að hafa komið með bíl í ljósaperuskipti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2020 17:51 Það er best að fara varlega inn á á bílaverkstæðum og smurstöðvum. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands gagnvart manni sem rotaðist eftir að hann féll niður í gryfju á smurstöð og hlaut meiðsli. Maðurinn hafði komið með bílinn á smurstöðina til að láta skipta um ljósaperu í framljósi bíls hans.Slysið átti sér stað í desember 2017 á ótilgreindri smurstöð hér á landi. Atvikaðist það svo að starfsmaður verkstæðisins gat ekki skipt um peruna umræddu og bauð manninum að fylgja sér inn á verkstæðið til að skoða betur í hverju vandinn færi fólginn.Svo virðist sem að starfsmaðurinn hafi skilið manninn einan eftir við bílinn eftir að hann fór, að eigin sögn, til að athuga með varahlut fyrir bílinn. Líkt og tíðkast oft á bílaverkstæðum mátti finna gryfju á umræddi smurstöð, sem auðveldar bifvélavirkjum og öðrum starfsmönnum störf.Virðist maðurinn hafa fallið ofan í gryfjuna en fyrir dómi sagðist hann muna eftir að hafa verið að bogra yfir bílnum og síðar ekkert meir fyrr en hann rankaði við sér. Kom starfsmaðurinn að manninum þar sem hann lá ofan í gryfjunni.Við fallið hlaut maðurinn litla heilablæðingu, tognun á hálsi auk þess sem að hann þumalfingursbrotnaði. Heilablæðingin varð á svæði þar sem maðurinn hafði áður orðið fyrir skaða og í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu kom fram að einkenni sem maðurinn glími við frá fyrri heilaskaða hafi greinilega versnað við slysið, einkum svimi og óstöðugleiki, og bak- og höfuðverkir hafi versnað, svo og svefnheilsa.Starfsmaðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði varað manninn við því að passa sig á gryfjunni, en maðurinn kannaðist ekki við að hafa fengið slíka aðvörun. Þá vildi VÍS, tryggingarfyrirtæki smurstöðirinnar, meina að um óhappatilvik hafi verið að ræða, allur aðbúnaður á verkstæðinu hafi verið góður og að slysið mætti rekja til þess að maðurinn hefði sjálfur farið inn á verkstæðisgólfið. Þá hafi maðurinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og ætti af þessum sökum ekki rétt á bótum.Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að smurstöðinni hafi borið að tryggja, eftir að hafa boðið manninum inn á verkstæðisgólfið, að nægjanlegt eftirlit væri með honum á meðan hann hafi dvalið þar. Þá væri ósannað að maðurinn hafi fengið aðvörun um fallhættu við gryfjuna. Að mati héraðsdóms voru þetta höfuðástæður slyssins. Ekkert hafi komið fram sem leiddi líkur að því að maðurinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi.Var skaðabótaskylta VÍS gagnvart manninum því viðurkennd.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira