Handbolti

Guðmundur: Ungverska liðið ekki ósvipað því íslenska

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur á hliðarlínunni gegn Rússum.
Guðmundur á hliðarlínunni gegn Rússum. vísir/epa

Þessi byrjun á EM hefur verið ótrúleg og landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson tekur undir að þetta sé búin að vera rússíbanreið.

„Alveg rosalegur. Hefst með sigrinum á Dönum sem handboltaheimurinn bjóst ekki við. Því var fylgt eftir gegn Rússum,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem var fljótur af hefja undirbúning fyrir Ungverjaleikinn.

„Á svona mótum er það bara næsta verkefni sem er mjög stórt. Það eru tvö stig í boði inn í milliriðilinn og við stillum því þannig upp að þetta sé okkar fyrsti leikur í milliriðlinum,“ segir þjálfarinn og veit að þessi leikur verður erfiður enda hafa Ungverjar spilað virkilega vel.

„Þetta lið spilaði frábærlega gegn Dönum. Voru hraðir og agressífir. Hafa marga góða leikmenn og keyra hratt. Þeir spila skynsamlega og eru með gott leikplan.

„Þeir eru vel innstilltir og barátta í þeim. Þeir eru ekkert ósvipaðir okkar liði því þeir eru að byggja upp nýtt lið með reynslubolta til að styðja við hina yngri.“

Klippa: Guðmundur um Ungverja

Tengdar fréttir

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×