Handbolti

Dönsku fjölmiðlarnir sóttu fast að Guðmundi

Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar
Guðmundur með hluta af dönsku pressunni á sér.
Guðmundur með hluta af dönsku pressunni á sér. vísir/hbg

Kaldhæðni örlaganna hefur hagað því þannig að framhaldslíf Dana á EM hangir á því að Guðmundi Guðmundssyni og strákunum okkar takist að leggja Ungverja.

Ef Ísland vinnur ekki Ungverjaland þá hefur Danmörk lokið keppni á mótinu sem væri ótrúleg niðurstaða.

Blaðamennirnir dönsku, sem oft á tíðum reyndust Guðmundi erfiðir, sóttu mjög að honum í dag og vildu fullvissu um það að íslenska liðið ætlaði sér að gera allt til þess að vinna leikinn og í raun bjarga Dönum í leiðinni.



Guðmundur varðist brelluspurningum Dananna fimlega.vísir/hbg

Eðlilega ætla Guðmundur og strákarnir að gera það því með sigri þá fara með tvö stig í milliriðil. Íslenska liðið græðir þar af leiðandi ekki neitt á því að skilja Danina eftir ef svo má segja.

Íslensku leikmennirnir lentu líka í löngum viðtölum við danska blaðamenn sem ætluðu að veiða þá á því að segja eitthvað neikvætt um danska liðið og að þeir vildu skilja þá eftir.

Okkar menn eru skynsamir og buðu dönsku pressunni ekki upp á neinn slíkan uppslátt.


Tengdar fréttir

Ísland hefur aldrei byrjað betur á EM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er að keppa á sínu í ellefta Evrópumeistaramóti í röð en nú í fyrsta sinn eru íslensku strákarnir með fullt hús eftir tvo leiki.

Uppgjör Henrys: Rússneski björninn á hlaðborði strákanna okkar

Strákarnir okkur buðu til veislu í Malmö Arena í kvöld. Veisla sem verður lengi í minnum höfð. Stórkostlegur leikur hjá þeim og frábær ellefu marka sigur, 34-23, í húsi. Það voru engir aukaleikarar í kvöld. Bara stjörnur sem blómstruðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×