Samheldni og náungakærleikur lykilatriði í ófærðinni á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2020 12:53 Katrín María Gísladóttir, kennari, segir að samfélagið á Flateyri sé afar samheldið. Það sé lykilatriði þegar ófært er í þorpinu eins og í dag. Borið hefur á vöruskorti. Katrín María Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín. Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín.
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00
Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43