Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 19:14 Alexander Petersson skorar eitt af sex mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12) EM 2020 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12)
EM 2020 í handbolta Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira