Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 17:22 Stöðvunarpóstur við hringtorgið í Hveragerði fyrr í dag. Vísir/Kristófer Helgason Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Fróðárheiði vegna ófærðar. Einnig er búið að loka Vatnsskarði, Steingrímsfjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúla, Brattabrekku og Flateyrarvegi. Upptalningin er ekki tæmandi og eru ferðalangar beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. Þungfært eða þæfingsfærð er víða um land og fer færð sumstaðar versnandi. Greint hefur verið frá því að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Stormur gengur nú yfir landið og tóku appelsínugular stormviðvaranir eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar nú í morgun segir að staðbundið ofsaveður yrði suðaustanlands í dag. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s. Tweets by Vegagerdin Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað fyrir umferð um Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði, Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði og Fróðárheiði vegna ófærðar. Einnig er búið að loka Vatnsskarði, Steingrímsfjarðarheiði, Ólafsfjarðarmúla, Brattabrekku og Flateyrarvegi. Upptalningin er ekki tæmandi og eru ferðalangar beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. Þungfært eða þæfingsfærð er víða um land og fer færð sumstaðar versnandi. Greint hefur verið frá því að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag. Gul og appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Stormur gengur nú yfir landið og tóku appelsínugular stormviðvaranir eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar nú í morgun segir að staðbundið ofsaveður yrði suðaustanlands í dag. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s. Tweets by Vegagerdin
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27 Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Ekkert ferðaveður á landinu fram á miðvikudag Í dag er von á norðaustanstormi þegar líður á daginn og á morgun verður vindurinn með svipuðu móti. 13. janúar 2020 07:33
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. 13. janúar 2020 09:27
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. 13. janúar 2020 12:15