Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöldi nærri álverinu í Straumsvík skömmu fyrir klukkan hálf tíu í gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hafði um slysið í gærkvöldi skullu þar snjóruðningstæki og fólksbíll saman. Þá var einn fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl.
Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar var lokað í nokkrar klukkustundir vegna slyssins og voru viðbragðsaðilar að störfum á vettvangi langt fram á kvöld. Vegurinn var opnaður aftur um klukkan hálf eitt.