Grunnskólabörn í Rangárþingi ytra borða frítt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 12:45 Margrét Harpa Guðsteindsóttir, sem segist vera mjög ánægð með að Á-listinn hafi komið í gegn málinu um fríar máltíðir fyrir grunnskólabörn í Rangárþingi ytra. Einkasafn Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið. Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið.
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira