Vesturlandsvegi lokað eftir alvarlegt umferðarslys Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 11:40 Tengivagn virðist hafa hafnað á tveimur bifreiðum. Vísir/jkj Vesturlandsvegi við Kollafjörð, norðan Mosfellsbæjar, hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Að sögn Vegagerðarinnar var veginum lokað að beiðni lögreglu og varir lokunin um óákveðinn tíma. Í samtali við Vísi segir Valgarður Valgarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að svo virðist sem tengivagn hafi losnað af vörubifreið og lent á tveimur bílum. Mikill viðbúnaður er vegna þessa og lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkralið vinnur nú á vettvangi. Fulltrúi slökkviliðs segir í samtali við Vísi að tvö hafi verið flutt á slysadeild, en hafði ekki nánari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu. Unnið sé að því að hreinsa brak af vettvangi. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir aðstæður á slysstað. Klippa: Umferðarslys á Vesturlandsvegi við Kollafjörð Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 11:49:„Vesturlandsvegur í norður er lokaður í báðar áttir við hringtorgið við Þingvallaveg vegna umferðarslyss í Kollafirði. Umferð að norðan gengur hægt meðan á vinnu viðbragðsaðila stendur á vettvangi.“ Fréttamaður okkar á vettvangi, Jóhann K. Jóhannsson, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leiðinlegt veður sé í Kollafirði þessa stundina og vindhraði allt að 20 m/s. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 14:05 Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð í Kollafirði í morgun. Við viljum vara við því að það er búist við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi frá hádegi í dag og fram undir kvöld, föstudaginn 10. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er á slysstað.kristján karl Vesturlandsvegi hefur verið lokað bæði til norðurs og suðurs.vísir/jkj Tilkynning Vegagerðarinnar. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Vesturlandsvegi við Kollafjörð, norðan Mosfellsbæjar, hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Að sögn Vegagerðarinnar var veginum lokað að beiðni lögreglu og varir lokunin um óákveðinn tíma. Í samtali við Vísi segir Valgarður Valgarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að svo virðist sem tengivagn hafi losnað af vörubifreið og lent á tveimur bílum. Mikill viðbúnaður er vegna þessa og lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkralið vinnur nú á vettvangi. Fulltrúi slökkviliðs segir í samtali við Vísi að tvö hafi verið flutt á slysadeild, en hafði ekki nánari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu. Unnið sé að því að hreinsa brak af vettvangi. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir aðstæður á slysstað. Klippa: Umferðarslys á Vesturlandsvegi við Kollafjörð Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 11:49:„Vesturlandsvegur í norður er lokaður í báðar áttir við hringtorgið við Þingvallaveg vegna umferðarslyss í Kollafirði. Umferð að norðan gengur hægt meðan á vinnu viðbragðsaðila stendur á vettvangi.“ Fréttamaður okkar á vettvangi, Jóhann K. Jóhannsson, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leiðinlegt veður sé í Kollafirði þessa stundina og vindhraði allt að 20 m/s. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 14:05 Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð í Kollafirði í morgun. Við viljum vara við því að það er búist við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi frá hádegi í dag og fram undir kvöld, föstudaginn 10. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er á slysstað.kristján karl Vesturlandsvegi hefur verið lokað bæði til norðurs og suðurs.vísir/jkj Tilkynning Vegagerðarinnar.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira