Vesturlandsvegi lokað eftir alvarlegt umferðarslys Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 11:40 Tengivagn virðist hafa hafnað á tveimur bifreiðum. Vísir/jkj Vesturlandsvegi við Kollafjörð, norðan Mosfellsbæjar, hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Að sögn Vegagerðarinnar var veginum lokað að beiðni lögreglu og varir lokunin um óákveðinn tíma. Í samtali við Vísi segir Valgarður Valgarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að svo virðist sem tengivagn hafi losnað af vörubifreið og lent á tveimur bílum. Mikill viðbúnaður er vegna þessa og lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkralið vinnur nú á vettvangi. Fulltrúi slökkviliðs segir í samtali við Vísi að tvö hafi verið flutt á slysadeild, en hafði ekki nánari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu. Unnið sé að því að hreinsa brak af vettvangi. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir aðstæður á slysstað. Klippa: Umferðarslys á Vesturlandsvegi við Kollafjörð Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 11:49:„Vesturlandsvegur í norður er lokaður í báðar áttir við hringtorgið við Þingvallaveg vegna umferðarslyss í Kollafirði. Umferð að norðan gengur hægt meðan á vinnu viðbragðsaðila stendur á vettvangi.“ Fréttamaður okkar á vettvangi, Jóhann K. Jóhannsson, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leiðinlegt veður sé í Kollafirði þessa stundina og vindhraði allt að 20 m/s. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 14:05 Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð í Kollafirði í morgun. Við viljum vara við því að það er búist við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi frá hádegi í dag og fram undir kvöld, föstudaginn 10. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er á slysstað.kristján karl Vesturlandsvegi hefur verið lokað bæði til norðurs og suðurs.vísir/jkj Tilkynning Vegagerðarinnar. Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Vesturlandsvegi við Kollafjörð, norðan Mosfellsbæjar, hefur verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Að sögn Vegagerðarinnar var veginum lokað að beiðni lögreglu og varir lokunin um óákveðinn tíma. Í samtali við Vísi segir Valgarður Valgarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að svo virðist sem tengivagn hafi losnað af vörubifreið og lent á tveimur bílum. Mikill viðbúnaður er vegna þessa og lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkralið vinnur nú á vettvangi. Fulltrúi slökkviliðs segir í samtali við Vísi að tvö hafi verið flutt á slysadeild, en hafði ekki nánari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu. Unnið sé að því að hreinsa brak af vettvangi. Hér að neðan má sjá stutt myndband sem sýnir aðstæður á slysstað. Klippa: Umferðarslys á Vesturlandsvegi við Kollafjörð Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 11:49:„Vesturlandsvegur í norður er lokaður í báðar áttir við hringtorgið við Þingvallaveg vegna umferðarslyss í Kollafirði. Umferð að norðan gengur hægt meðan á vinnu viðbragðsaðila stendur á vettvangi.“ Fréttamaður okkar á vettvangi, Jóhann K. Jóhannsson, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að leiðinlegt veður sé í Kollafirði þessa stundina og vindhraði allt að 20 m/s. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu klukkan 14:05 Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð í Kollafirði í morgun. Við viljum vara við því að það er búist við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi frá hádegi í dag og fram undir kvöld, föstudaginn 10. janúar. Fréttin hefur verið uppfærð. Mikill viðbúnaður er á slysstað.kristján karl Vesturlandsvegi hefur verið lokað bæði til norðurs og suðurs.vísir/jkj Tilkynning Vegagerðarinnar.
Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira