EM í dag: Íslendingar með flauturnar í Vín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 13:30 Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma saman í Vín. Hér eru þeir á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/ MARIJAN MURAT Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Annar dagur Evrópumótsins í handbolta fer fram í dag þar sem verða sex leikir verða spilaðir. Þetta eru fyrstu leikirnir í B-, D- og F-riðli. Íslenska landsliðið spilar ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en á morgun en líkt og í gær þá verða Íslendingar samt í sviðsljósinu. íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma sinn fyrsta leik í dag. Anton og Jónas dæma leik Austurríkismanna og Tékka sem fer fram í Vínarborg og hefst klukkan 17.15. Þetta er fyrsti leikurinn í A-riðlinum. Þetta er í fyrsta sinn Anton og Jónas dæma saman í lokakeppni EM. Anton hefur tekið þátt tvisvar áður og þá með Hlyni Leifssyni. Þeir dæmdu saman á EM kvenna í Makedóníu 2008 og fjórum árum síðar á EM karla í Serbíu. Tékkar unnu sinn riðil í undankeppninni en lið Hvíta Rússlands og Bosníu fylgdu þeim á EM upp úr riðlinum þar sem sá riðill var einn af þeim sem þrjú lið fengu farseðil í úrslitakeppnina. Austurríkismenn fengu sæti á EM sem gestgjafar. Leikurinn í dag verður fyrsti leikur austurríska landsliðsins á stórmóti síðan að Patrekur Jóhannesson hætti sem þjálfari liðsins eftir rúmlega átta ára starf. Patrekur fór með austurríska landsliðið á fjögur stórmót eða EM 2014, HM 2015, EM 2018 og HM 2019. Þjálfari austurríska landsliðsins í dag er Slóveninn Ales Pajovic en hann er fæddur á sama ári og Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Pajovic var spilandi þjálfari HSG Graz í mörg ár áður en hann tók við austurríska landsliðinu. Kristján Andrésson stýrir síðan liði Svia sem mætir Sviss í fyrsta leik sínum í F-riðilinum. Sá leikur fer fram í Gautaborg í Svíþjóð. Frakkar og Norðmenn hefja líka keppni á mótinu í dag en riðill þeirra er spilaður í Þrándheimi í Noregi. Frakkar mæta Portúgölum í fyrsta leik en Norðmanna bíður leikur á móti Bosníu.Leikir dagsins á EM 2020:B-riðill Kl. 17.15 Tékkland - Austurríki Kl. 19.30 Norður Makadónía - ÚkraínaD-riðill Kl. 17.15 Frakkland - Portúgal Kl. 19.30 Noregur - BosníaF-riðill Kl. 17.15 Slóvenía - Póllands Kl. 19.30 Svíþjóð - Sviss
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni