Eyddu upptökum úr klefa Epstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 07:27 Bandaríski auðkýfingurinn Jeffrey Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg í fangaklefa sínum í ágúst síðastliðnum. AP Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. Upptökurnar eru taldar hafa sýnt fyrstu sjálfsvígstilraun Epstein, en stjórnendur fangelsins eru sagðir hafa óvart vistað myndbandsupptökur úr öðrum fangaklefa. Epstein, sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlkum, reyndi að hengja sig í fangaklefa sínum í júlí síðastliðnum þegar hann beið þess að vera leiddur fyrir dómara. Hann hafði verið ákærður fyrir umfangsmikið mansal, kynlífsþrælkun og misnotkun á tugum stúlkna, sem hann þvertók fyrir. Epstein fannst hálfmeðvitundarlaus í fangaklefa sínum eftir sjálfsvígstilraunina og var hann fluttur í annan fangaklefa þar sem hann var undir sjálfsvígsvakt allan sólarhringinn. Þrátt fyrir að hafa sætt eftirliti lést Epstein í fangaklefa sínum þann 10. ágúst, þegar hann er sagður hafa hengt sig. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest þá tilgátu, þó margir efist um niðurstöðu þeirra. Tveir fangaverðir eru sakaðir um að hafa vanrækt að líta með reglubundnum hætti eftir Epstein og hafa þeir verið ákærðir fyrir að hafa falsað gögn til að sýna fram á annað. Stjórnendur fangelsins Metropolitan Correctional Center hafa sætt harðri gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á máli Jeffrey Epstein.epa/JUSTIN LANE Umræddar upptökur, sem finnast hvergi, lúta að fyrri sjálfsvígstilrauninni. Saksóknarar í máli Epstein segja að þær upptökur sem til eru frá kvöldinu örlagaríka sýni hins vegar fangaklefa þar sem engan Epstein var að finna. Upptökur úr fangaklefum umrædds fangelsins eru aðeins geymdar í rúman mánuð, nema farið sé fram á annað, og hafa upptökur úr klefa Epstein því ekki verið aðgengilegar frá því í ágúst. Lögmaður annars fanga, sem deildi klefa með Epstein í júlí, fór fram á að fá upptöku úr klefanum afhenta. Hann segir skjólstæðing sinn, fyrrverandi lögreglumanninn Nicholas Tartaglione, hafa reynt að hjálpa Epstein úr snörunni og þannig bjargað lífi hans. Lögmaðurinn telur það eiga að koma til refsiminnkunnar fyrir sinn mann, en Tartiglione þessi er sakaður um að hafa orðið fjórum að bana. Tæknin og samskiptin hafi klikkað Málið þykir hið neyðarlegasta fyrir stjórnendur fangelsins, Metropolitan Correctional Center, sem sætt hafa gagnrýni allt frá því að Epstein var fyrst vistaður þar síðasta sumar. Þeir segja að vandræðin með umræddar upptökur megi rekja til fyrrnefndra tæknivandræða, vitlaus upptaka var vistuð, auk þess sem samskiptaörðugleikar hafi valdið því að enginn yfirfór upptökurnar þegar þeirra naut enn við. Talið var að starfsmaður fangelsins væri þegar búinn að kanna hvort eitthvað eftirtektarvert fyndist á umræddum upptökum, sem myndi réttlæta það að vista þær lengur, en annað hafi komið á daginn. Engar varaupptökur var að vinna, því þeim hafi einnig verið eytt í ágúst síðastliðnum. Þessar vendingar eru til þess eins fallnar að gefa samsæriskenningum um andlát Epstein byr undir báða vængi. Upp hafa sprottið kenningar um að Epstein hafi í raun og veru verið myrtur til þess að hylma yfir með vinum hans; valdamiklum mönnum á borð við Andrés Bretaprins, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forseta, Donald Trump. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Verðirnir sem áttu að gæta Epstein fara fyrir dómstóla í apríl Úrskurðað hefur verið að réttarhöldin yfir fangavörðunum Tova Noel og Michael Thomas, muni hefjast 20.apríl næstkomandi í New York. 25. nóvember 2019 19:53 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Upptökum úr öryggismyndavélum í fangaklefa kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein var eytt fyrir mistök, að sögn saksóknara. Upptökurnar eru taldar hafa sýnt fyrstu sjálfsvígstilraun Epstein, en stjórnendur fangelsins eru sagðir hafa óvart vistað myndbandsupptökur úr öðrum fangaklefa. Epstein, sem hafði verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ólögráða stúlkum, reyndi að hengja sig í fangaklefa sínum í júlí síðastliðnum þegar hann beið þess að vera leiddur fyrir dómara. Hann hafði verið ákærður fyrir umfangsmikið mansal, kynlífsþrælkun og misnotkun á tugum stúlkna, sem hann þvertók fyrir. Epstein fannst hálfmeðvitundarlaus í fangaklefa sínum eftir sjálfsvígstilraunina og var hann fluttur í annan fangaklefa þar sem hann var undir sjálfsvígsvakt allan sólarhringinn. Þrátt fyrir að hafa sætt eftirliti lést Epstein í fangaklefa sínum þann 10. ágúst, þegar hann er sagður hafa hengt sig. Réttarmeinafræðingar hafa staðfest þá tilgátu, þó margir efist um niðurstöðu þeirra. Tveir fangaverðir eru sakaðir um að hafa vanrækt að líta með reglubundnum hætti eftir Epstein og hafa þeir verið ákærðir fyrir að hafa falsað gögn til að sýna fram á annað. Stjórnendur fangelsins Metropolitan Correctional Center hafa sætt harðri gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á máli Jeffrey Epstein.epa/JUSTIN LANE Umræddar upptökur, sem finnast hvergi, lúta að fyrri sjálfsvígstilrauninni. Saksóknarar í máli Epstein segja að þær upptökur sem til eru frá kvöldinu örlagaríka sýni hins vegar fangaklefa þar sem engan Epstein var að finna. Upptökur úr fangaklefum umrædds fangelsins eru aðeins geymdar í rúman mánuð, nema farið sé fram á annað, og hafa upptökur úr klefa Epstein því ekki verið aðgengilegar frá því í ágúst. Lögmaður annars fanga, sem deildi klefa með Epstein í júlí, fór fram á að fá upptöku úr klefanum afhenta. Hann segir skjólstæðing sinn, fyrrverandi lögreglumanninn Nicholas Tartaglione, hafa reynt að hjálpa Epstein úr snörunni og þannig bjargað lífi hans. Lögmaðurinn telur það eiga að koma til refsiminnkunnar fyrir sinn mann, en Tartiglione þessi er sakaður um að hafa orðið fjórum að bana. Tæknin og samskiptin hafi klikkað Málið þykir hið neyðarlegasta fyrir stjórnendur fangelsins, Metropolitan Correctional Center, sem sætt hafa gagnrýni allt frá því að Epstein var fyrst vistaður þar síðasta sumar. Þeir segja að vandræðin með umræddar upptökur megi rekja til fyrrnefndra tæknivandræða, vitlaus upptaka var vistuð, auk þess sem samskiptaörðugleikar hafi valdið því að enginn yfirfór upptökurnar þegar þeirra naut enn við. Talið var að starfsmaður fangelsins væri þegar búinn að kanna hvort eitthvað eftirtektarvert fyndist á umræddum upptökum, sem myndi réttlæta það að vista þær lengur, en annað hafi komið á daginn. Engar varaupptökur var að vinna, því þeim hafi einnig verið eytt í ágúst síðastliðnum. Þessar vendingar eru til þess eins fallnar að gefa samsæriskenningum um andlát Epstein byr undir báða vængi. Upp hafa sprottið kenningar um að Epstein hafi í raun og veru verið myrtur til þess að hylma yfir með vinum hans; valdamiklum mönnum á borð við Andrés Bretaprins, Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forseta, Donald Trump.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57 Verðirnir sem áttu að gæta Epstein fara fyrir dómstóla í apríl Úrskurðað hefur verið að réttarhöldin yfir fangavörðunum Tova Noel og Michael Thomas, muni hefjast 20.apríl næstkomandi í New York. 25. nóvember 2019 19:53 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu sér áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri FBI er talin beina spjótum sínum að einstaklingum sem gætu hafa gert Jeffrey Epstein kleift að fremja glæpi sína. 27. desember 2019 11:57
Verðirnir sem áttu að gæta Epstein fara fyrir dómstóla í apríl Úrskurðað hefur verið að réttarhöldin yfir fangavörðunum Tova Noel og Michael Thomas, muni hefjast 20.apríl næstkomandi í New York. 25. nóvember 2019 19:53
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56