Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 17:18 Bláa lónið og fjallið Þorbjörn í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6). Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn og hefur óvissustigi verið lýst yfir. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um 3 til 4 millimetrar á dag. Í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er sagt vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni ein milljón rúmmetrar. Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi. Sambærilegur landrishraði ekki sést síðustu áratugi Í tilkynningunni segir að nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í tæplega þrjá áratugi. Á þeim tíma hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst og atburðarrásin því óvenjuleg fyrir svæðið. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna frá 21. janúar sem staðsett er norðaustan við Grindavík. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3,7 og 3,6 að stærð. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanessskaganum og norður í Borgarnes. Hrinan sjálf telst ekki óvenjuleg ein og sér þar sem slíka hrinur eru algengar á svæðinu en landrisið gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Landrisið er innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210 til 1240. Engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu en stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun. Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga og jafnvel nokkrar vikur. Íbúafundir boðaðir Óvissustig Almannavarna hefur verið virkjað og boðað hefur verið til íbúafunda í Grindavík klukkan 16 á morgun. Þar verður farið yfir stöðu mála með fulltrúum Almannavarna, viðbragðsaðila og vísindamanna. Þá hefur Veðurstofan fært litakóða á flug á gult. Sólarhringsvakt Veðurstofunnar hefur aukið eftirlit með svæðinu og verður þar að auki aukið eftirlit með uppsetningu fleiri mælitækja til að vakta og greina betur framvindu atburða. Mögulegar sviðsmyndir hafa verið teiknaðar upp út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Ekki er hægt að segja að svo stöddu hver sé líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast. Ef landris stafar af kvikusöfnun: - Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða. - Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots - Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). - Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6) Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun: - Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira