Ádeilufrétt um að Alþingi hafi skilgreint öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma blekkir netverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 09:59 Skjáskot af umræddri umfjöllun Patheos. Skjáskot Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira