Fyrrum þjálfari Emils tekinn við Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Emil og Mandorlini fyrir nokkrum árum síðan. Vísir/Instagram Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi. Emil tjáði sig á Instagram um málið og er einkar ánægður með komu Mandorlini til félagsins. „Spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera,“ segir Hafnfirðingurinn til að mynda. Mandorlini stýrði Hellas Verona frá 2010 til 2015 og var Emil mikilvægur hlekkur í frábæru gengi Verona á þeim tíma. Fór liðið upp úr C-deildinni og alla leið upp í ítölsku úrvalsdeildina. Emil yfirgaf svo félagið eftir að Mandorlini hafði fengið sparkið en íslenski miðjumaðurinn gekk þá í raðir Udinese. Sem stendur er Padova í 5. sæti B-riðils ítölsku C-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp um deild. Alls eru þrír riðlar og fara sigurvegarar hvers riðils upp um deild. Á meðan fara lið í efri hluta hvers riðils í umspil um laust sæti í B-deildinni. Instagram póstur Emils „Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjá Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova.“ View this post on Instagram Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjà Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova Di nuovo insieme per fare bene A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jan 23, 2020 at 1:33pm PST Ítalski boltinn Tengdar fréttir Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00 Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Lið Emils Hallfreðssonar í ítölsku C-deildinni, Calcio Padovem skipti í vikunni um knattspyrnustjóra. Salvatore Sullo var látinn taka poka sinn og í hans stað kom Andrea Mandorlini. Sá er góðvinur Emils Hallfreðssonar en þeir störfuðu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma og er Emil mjög spenntur fyrir komandi samstarfi. Emil tjáði sig á Instagram um málið og er einkar ánægður með komu Mandorlini til félagsins. „Spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera,“ segir Hafnfirðingurinn til að mynda. Mandorlini stýrði Hellas Verona frá 2010 til 2015 og var Emil mikilvægur hlekkur í frábæru gengi Verona á þeim tíma. Fór liðið upp úr C-deildinni og alla leið upp í ítölsku úrvalsdeildina. Emil yfirgaf svo félagið eftir að Mandorlini hafði fengið sparkið en íslenski miðjumaðurinn gekk þá í raðir Udinese. Sem stendur er Padova í 5. sæti B-riðils ítölsku C-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp um deild. Alls eru þrír riðlar og fara sigurvegarar hvers riðils upp um deild. Á meðan fara lið í efri hluta hvers riðils í umspil um laust sæti í B-deildinni. Instagram póstur Emils „Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjá Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova.“ View this post on Instagram Fyrir tíu árum síðan lágu leiðir okkar Mister Mandorlini fyrst saman hjà Hellas Verona. Undir hans stjórn fórum við úr C upp í A og náðum góðum árangri þar og t.d rétt misstum af Evrópusæti. Það eru því spennandi tímar framundan og aldrei að vita hvað okkur tekst að gera hérna í Padova Di nuovo insieme per fare bene A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jan 23, 2020 at 1:33pm PST
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00 Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Padova staðfestir komu Emils Emil Hallfreðsson er genginn til liðs við ítalska C-deildarliðið Padova. 4. janúar 2020 20:00