Spánverjar í úrslit á þriðja Evrópumótinu í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2020 21:17 Raúl Entrerrios hefur leikið einkar vel fyrir Spán á EM. vísir/epa Spánn vann Slóveníu, 34-32, í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Spánverjar mæta Króötum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Spánn hefur komist í úrslit á þremur Evrópumótum í röð. Árið 2016 tapaði liðið fyrir þýsku strákunum hans Dags Sigurðssonar en unnu Svíþjóð fyrir tveimur árum. Spánverjar geta því varið Evrópumeistaratitilinn með sigri í úrslitaleiknum á sunnudaginn. .@RFEBalonmano are in their 3rd EHF EURO final in as many tournaments - impressive stuff. #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/GsspEzHeZ7— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Slóvenar byrjuðu leikinn ágætlega en Spánverjar náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu þá fimm mörk gegn einu og náðu fjögurra marka forskoti, 13-9. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 20-15. Í seinni hálfleik hleyptu Spánverjar Slóvenum aldrei nær sér en þremur mörkum fyrr en undir lokin. Slóvenía þjarmaði þá að Spáni og Jure Dolenec minnkaði muninn í eitt mark, 33-32, þegar rúm mínúta var eftir. Eftir langa lokasókn kom Alex Dujshebaev Spáni svo í 34-32 þegar 13 sekúndur voru eftir. Dujshebaev, Raúl Entrerrios og Ángel Fernández skoruðu sex mörk hver fyrir Spán. Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og Blaz Janc sex. Slóvenía mætir Noregi í leiknum um 3. sætið á EM á morgun. Watch the Game Highlights from Spain vs. Slovenia, 01/24/2020 pic.twitter.com/jUcX5vMGOr— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Spánn vann Slóveníu, 34-32, í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Spánverjar mæta Króötum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Spánn hefur komist í úrslit á þremur Evrópumótum í röð. Árið 2016 tapaði liðið fyrir þýsku strákunum hans Dags Sigurðssonar en unnu Svíþjóð fyrir tveimur árum. Spánverjar geta því varið Evrópumeistaratitilinn með sigri í úrslitaleiknum á sunnudaginn. .@RFEBalonmano are in their 3rd EHF EURO final in as many tournaments - impressive stuff. #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/GsspEzHeZ7— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020 Slóvenar byrjuðu leikinn ágætlega en Spánverjar náðu undirtökunum um miðjan fyrri hálfleik. Þeir skoruðu þá fimm mörk gegn einu og náðu fjögurra marka forskoti, 13-9. Í hálfleik munaði svo fimm mörkum á liðunum, 20-15. Í seinni hálfleik hleyptu Spánverjar Slóvenum aldrei nær sér en þremur mörkum fyrr en undir lokin. Slóvenía þjarmaði þá að Spáni og Jure Dolenec minnkaði muninn í eitt mark, 33-32, þegar rúm mínúta var eftir. Eftir langa lokasókn kom Alex Dujshebaev Spáni svo í 34-32 þegar 13 sekúndur voru eftir. Dujshebaev, Raúl Entrerrios og Ángel Fernández skoruðu sex mörk hver fyrir Spán. Dolenec skoraði sjö mörk fyrir Slóveníu og Blaz Janc sex. Slóvenía mætir Noregi í leiknum um 3. sætið á EM á morgun. Watch the Game Highlights from Spain vs. Slovenia, 01/24/2020 pic.twitter.com/jUcX5vMGOr— EHF EURO (@EHFEURO) January 24, 2020
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Króatar í úrslit eftir tvíframlengdan spennutrylli Undanúrslitaleikur Króatíu og Noregs á EM 2020 verður lengi í minnum hafður. 24. janúar 2020 18:51