Börn í Fossvogsskóla hafa veikst eftir að leki kom upp Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 20:00 Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Að minnsta kosti sex börn í Fossvogsskóla hafa fundið fyrir sjúkdómseinkennum eftir rakaskemmdir í skólanum að sögn foreldris. Nýtt þak í skólanum lekur en hann opnaði eftir endurbætur fyrir nokkrum vikum. Upplýsingastjóri borgarinnar segir að þetta verði lagað eins fljótt og auðið er. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fossvogsskóla í Reykjavík eftir að mygla kom upp vegna rakaskemmda. Skólinn lokaði í mars þar sem bæði börn og starfsfólk fann fyrir einkennum vegna myglu. Skólinn opnaði að nýju eftir áramót og þrátt fyrir viðgerðir upp á 400 til 500 milljónir króna kom upp leki. „Ég hef vissulega áhyggjur af því að það sé í nýviðgerðu þaki, að það séu einhverjar rakaskemmdir og mygla að myndast þar miðað við viðbrögð barnanna í rýminu þar,“ segir Magnea Árnadóttir, móðir barns í Fossvogsskóla. Hversu mörg börn hafa veikst? „Ég veit um að minnsta kosti sex börn en ég tel þau vera fleiri,“ segir Magnea. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom lekinn upp í desember. Þá var gert við hann en í úrkomutíð undanfarið fór svo aftur að leka. Magnea segir að þrátt fyrir flottar endurbætur á skólanum eigi eftir að lagfæra rakaskemmdir á geymslu skólans. Hún sé illa farin og þá hafi börn kvartað undan heimilisfræðistofu. Að sögn borgaryfirvalda var heimilisfræðistofan öll tekin í gegn en samt sem áður finni nokkur börn fyrir einkennum í henni. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri borgarinnar, segir að þakið verði lagað. „Það verður brugðist mjög hratt og vel við um leið og tíðin leyfir að það verði tekið á þessu og þetta lagað,“ segir hann. Er það ekki óeðlilegt að nýtt þak fari að leka? „Jú, það er það og þess vegna verður bara farið yfir það hvað hefur brugðist,“ segir Bjarni. Þá verði ráðist í endurbætur þar sem enn sé grunur á raka. „Ég reikna fastlega með því að allt það sem foreldrar sem eiga börn sem virðast þjást af einhvers konar einkennum vegna rakaskemmda að það verði farið í að laga það eins og hefur verið gert hér í öllum skólanum,“ segir Bjarni.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23 Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fara yfir hverju hafi verið ábótavant við endurbætur á Fossvogsskóla Reykjavíkurborg mun fara yfir það með fagaðilum hverju hafi verið ábótavant við endurbætur sem ráðist var í á Fossvogsskóla í haust vegna rakaskemmda. 24. janúar 2020 16:23
Leki í endurnýjuðum Fossvogsskóla Leki hefur komið upp í þaki á endurnýjaðri vestari álmu Fossvogsskóla. Lekinn kom upp í desember og var þá gert við hann samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 24. janúar 2020 12:00