Ólafur Stefánsson um íslenska handboltalandsliðið: Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 08:30 Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðnu og skorar hér eitt af 1579 mörkum sínum fyrir A-landsliðið að þessu sinn á ÓL í London 2012. Getty/Jeff Gross Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Ólafur Stefánsson hefur mikla trú á bjartri framtíð íslenska handboltalandsliðsins þrátt fyrir að liðið hafi gefið mikið eftir í seinni hluta Evrópumótsins í handbolta. Ólafur gerði upp Evrópumótið í viðtali við Ríkisútvarpið en hann sjálfur spilaði með landsliðinu í tvo áratugi og var um tíma markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Íslenska liðið sýndi styrk sinn með því að vinna Dani og Rússa í fyrstu tveimur leikjunum og Ólafur segist þá hafa verið að vonast eftir leikjum um verðlaun. „Sérstaklega eftir Danaleikinn og líka fyrir mótið þá var ég svona að vona og hélt að við myndum bara fara í undanúrslit jafnvel, eða fimmta, sjötta sæti - eitthvað svoleiðis. Það var svona mín tilfinning, án þess að ég væri að gefa það mikið út,“ sagði Ólafur í viðtali við Rúv. Íslenska landsliðið er að hans mati til alls líklegt í framhaldinu enda að mati Ólafs með allt sem þarf í gott handboltalið. „Mér finnst að við séum komnir eiginlega með allt, við erum komnir með rosalega flotta karaktera af strákum og það sem ég segi í raun og veru við þá er: Þið eruð allir góðir, jafnvel betri. Ég meina Haukur Þrastarson er bara vel betri heldur en ég var á hans aldri. Sama með Aron, Janus og Viktor,“ sagði Ólafur. Hann er á því að aðeins strákarnir sjálfir geti stoppað sig næstu árin. Ólafur fagnar líka innkomu markvarðarins Viktors Gísla Hallgrímssonar og sparar ekki yfirlýsingarnar þar. „Hann [Viktor] verður líklega besti markvörður sem við höfum átt, með allri virðingu fyrir Einari Þorvarðarsyni eða fleirum. Þetta verður líklega besti markvörður sem við höfum átt ef hann helst heill og karakterinn. Það er líka svona smá refur í honum og ef hann kemst út fyrir óttann sinn. Hann er að gera allt og hann er að vaxa. Það að hafa svona markmann með okkur næstu tíu, fimmtán ár - það á að gefa öllum hinum byr yndir báða vængi,“ sagði Ólafur en það smá sjá allt viðtalið við hann hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni