Kristján Andrésson með bestan árangur íslenskra þjálfara á fjórða stórmótinu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 14:45 Kristján Andrésson hefur skilað sænska landsliðinu í 2. til 7. sæti á fjórum stórmótum sínum með liðið. Getty/EPA-EFE/JUANJO MARTIN Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland EM 2020 í handbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Kristján Andrésson endaði landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á Íslandi í lokaleik milliriðils EM í handbolta í gær. Með sigrinum tryggðu Svíar sér sjöunda sætið á Evrópumótinu. Kristján tók við sænska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016 og stýrði því í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2017. Kristján var því að klára sitt fjórða stórmót með sænska landsliðinu í Malmö í gær. Á öllum þessum fjórum mótum hefur Kristján náð bestum árangri af íslensku þjálfurunum á mótinu. Það hafa verið þrír íslenskir þjálfarar eða fleiri á öllum þessum mótum. Guðmundur Guðmundsson átti möguleika að fara með íslenska landsliðið upp fyrir það sænska með sigri í gær en Svíarnir voru miklu betri og unnu sjö marka sigur. Sænska liðið endar þar með í sjöunda sæti, fjórum sætum ofar en það íslenska. Erlingur Birgir Richardsson var þriðji íslenski þjálfarinn á mótinu en hollenska liðið endaði í sautjánda sæti undir hans stjórn. Kristján hafði verið með meira en sex sæta forskot á tveimur stórmótum á undan þessu, sex sætum á undan íslenska landsliðinu á HM í fyrra og heilum ellefu sætum á undan íslenska landsliðinu á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Síðasti íslenski þjálfarinn annar enn Kristján til að ná bestum árangri íslensks þjálfara á stórmóti var árið 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum og Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum. Hér fyrir neðan má sjá árangur íslenskra þjálfara á síðustu stórmótum í handbolta.Sæti íslensku þjálfaranna á síðustu stórmótumEM 2020 7. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 17. sæti - Erlingur Richardsson með HollandHM 2019 5. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 11. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Ísland 19. sæti - Patrekur Jóhannesson með Austurríki 20. sæti - Aron Kristjánsson með Barein 24. sæti - Dagur Sigurðsson með JapanEM 2018 2. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 13. sæti - Geir Sveinsson með Ísland 15. sæti - Patrekur Jóhannesson með AusturríkiHM 2017 6. sæti - Kristján Andrésson með Svíþjóð 9. sæti - Dagur Sigurðsson með Þýskaland 10. sæti - Guðmundur Guðmundsson með Danmörku 14. sæti - Geir Sveinsson með Ísland
EM 2020 í handbolta Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira