Hættir sem formaður kúabænda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2020 17:15 Arnar Árnason, sem hefur ákveðið að hætta sem formaður Landssambands kúabænda. Landssamband kúabænda Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 27.-28. mars nk. Þessu greindi hann frá á stjórnarfundi nýlega. Arnar hefur setið sem formaður frá aðalfundi samtakanna árið 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári í embætti. „Það var töluvert krefjandi verkefni að taka við formennsku í LK á þessum tíma. Stjórnin hætti öll á sama tíma auk framkvæmdastjóra stuttu seinna. Ný stjórn renndi því nokkð blint í sjóinn hvað varðar rekstur á samtökunum okkar. Það kom hins vegar skemmtilega á óvart hvað starfsemi LK er viðamikil og verkefnin áhugaverð og hvað við eigum öflug samtök þegar kemur að hagsmunagæslu. Ég held að margir sem ekki hafa komið að starfseminni átti sig á hve viðamikil sú vinna er og hve víða við eigum fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar kúabænda.“ segir Arnar. Stærstur hluti tímans undanfarið ár hefur farið í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar en þar var snúið frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2016, að afnema framleiðslustýringu í formi kvótakerfis. Var það m.a. óánægja vegna þeirrar stefnu sem Arnar gaf kost á sér til formennsku á þeim tíma. „Verkefninu sem ég tók að mér er lokið, þ.e. að tryggja það í endurskoðun samningsins um starfsskilyrði okkar að framleiðslustýring yrði ekki lögð niður í þeirri mynd eins og við þekkjum hana. Endurskoðaður samningur liggur fyrir og reglugerðasmíð í kringum hann er lokið", bætir Arnar við. Ljóst er að kosinn verður nýr formaður LK á næsta aðalfundi sem fer fram á Hótel Sögu dagana 27.-28. mars nk. Allir félagsmenn eru í kjöri.Landssamband kúabænda Verkefnin framundan Að mati Arnars eru krefjandi en þó skemmtilegir tímar framundan í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Umræðan um umhverfis- og loftslagsmál er áberandi og þar muni kúabændur ekki láta sitt eftir liggja. „Við höfum látið greina kolefnislosun nautgriparæktarinnar á Íslandi og verður sú skýrsla kynnt á næstu vikum. Í þessum málaflokki liggja líklega okkar stærstu áskoranir sem bænda. Þar tel ég að áherslan á heimaræktað fóður komi til með að skipta hvað mestu máli fyrir okkur. „Ég þakka stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og félagsmönnum um land allt fyrir gott og gefandi samstarf á þessum tíma. Saman höfum við áorkað miklu. Ég geng stoltur og þakklátur frá borði og óska verðandi formanni og stjórn velfarnaðar í öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.“ segir Arnar ennfremur. Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu á næsta aðalfundi samtakanna sem haldinn verður 27.-28. mars nk. Þessu greindi hann frá á stjórnarfundi nýlega. Arnar hefur setið sem formaður frá aðalfundi samtakanna árið 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári í embætti. „Það var töluvert krefjandi verkefni að taka við formennsku í LK á þessum tíma. Stjórnin hætti öll á sama tíma auk framkvæmdastjóra stuttu seinna. Ný stjórn renndi því nokkð blint í sjóinn hvað varðar rekstur á samtökunum okkar. Það kom hins vegar skemmtilega á óvart hvað starfsemi LK er viðamikil og verkefnin áhugaverð og hvað við eigum öflug samtök þegar kemur að hagsmunagæslu. Ég held að margir sem ekki hafa komið að starfseminni átti sig á hve viðamikil sú vinna er og hve víða við eigum fulltrúa til að gæta hagsmuna okkar kúabænda.“ segir Arnar. Stærstur hluti tímans undanfarið ár hefur farið í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar en þar var snúið frá þeirri stefnu sem mörkuð var árið 2016, að afnema framleiðslustýringu í formi kvótakerfis. Var það m.a. óánægja vegna þeirrar stefnu sem Arnar gaf kost á sér til formennsku á þeim tíma. „Verkefninu sem ég tók að mér er lokið, þ.e. að tryggja það í endurskoðun samningsins um starfsskilyrði okkar að framleiðslustýring yrði ekki lögð niður í þeirri mynd eins og við þekkjum hana. Endurskoðaður samningur liggur fyrir og reglugerðasmíð í kringum hann er lokið", bætir Arnar við. Ljóst er að kosinn verður nýr formaður LK á næsta aðalfundi sem fer fram á Hótel Sögu dagana 27.-28. mars nk. Allir félagsmenn eru í kjöri.Landssamband kúabænda Verkefnin framundan Að mati Arnars eru krefjandi en þó skemmtilegir tímar framundan í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Umræðan um umhverfis- og loftslagsmál er áberandi og þar muni kúabændur ekki láta sitt eftir liggja. „Við höfum látið greina kolefnislosun nautgriparæktarinnar á Íslandi og verður sú skýrsla kynnt á næstu vikum. Í þessum málaflokki liggja líklega okkar stærstu áskoranir sem bænda. Þar tel ég að áherslan á heimaræktað fóður komi til með að skipta hvað mestu máli fyrir okkur. „Ég þakka stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og félagsmönnum um land allt fyrir gott og gefandi samstarf á þessum tíma. Saman höfum við áorkað miklu. Ég geng stoltur og þakklátur frá borði og óska verðandi formanni og stjórn velfarnaðar í öllum þeim skemmtilegu verkefnum sem framundan eru.“ segir Arnar ennfremur.
Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira