Aukinn ójöfnuður víðast hvar í heiminum Heimsljós kynnir 22. janúar 2020 13:00 Fátækrahverfi í Kampala, Úganda. gunnisal Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun. „Ójöfnuður er hins vegar langt því frá óhjákvæmilegur og hægt er að takast á við hann á landsvísu og á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni: The World Social Report 2020 frá efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN DESA). Skýrslan sýnir að tekjuójöfnuður hefur aukist í flestum þróuðum ríkjum og nokkrum meðaltekjuríkjum, meðal annars í Kína, sem er það hagkerfi sem vex hraðast. Undirliggjandi rannsóknir skýrslunnar sýna að auðugasta fólkið í heiminum, eitt prósent jarðarbúa, telst vera stóru sigurvegararnir í breyttu hagkerfi heimsins. Hlutdeild þess í tekjum jókst á tímabilinu frá 1990 til 2015 á sama tíma og 40 prósent fátækasta fólksins tóká sig tekjuskerðingu. Í skýrslunni segir að ein af afleiðingum ójöfnuðar innan samfélaga sé hægari hagvöxtur. „Í samfélögum ójöfnuðar þar sem mikill munur er til dæmis á menntun og heilbrigðisþjónustu er mikil hætta á áð fólk festist í fátækt kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að munurinn á meðaltekjum milli þjóða fari minnkandi en engu að síður sé himinn og haf á milli ríkustu og fátækustu heimshlutanna. Þannig séu til dæmis meðaltekjur í Norður-Ameríku sextán sinnum hærri en íbúa í sunnanverðri Afríku. Þá kemur fram í skýrslunni að hagvöxtur sé mestur í Kina og í öðrum ríkjum Asíu. Í annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, frá skrifstofu um ástand og horfur í efnahagsmálum (WESP), segir að hagvöxtur í heiminum hafði aðeins verið 2,3 prósent á nýliðnu ári, sá minnsti í áratug. „Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meðal heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg störf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum,“ segir í skýrslunni.Skýrsla DESASkýrsla WESPFrétt UNRICÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun. „Ójöfnuður er hins vegar langt því frá óhjákvæmilegur og hægt er að takast á við hann á landsvísu og á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni: The World Social Report 2020 frá efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN DESA). Skýrslan sýnir að tekjuójöfnuður hefur aukist í flestum þróuðum ríkjum og nokkrum meðaltekjuríkjum, meðal annars í Kína, sem er það hagkerfi sem vex hraðast. Undirliggjandi rannsóknir skýrslunnar sýna að auðugasta fólkið í heiminum, eitt prósent jarðarbúa, telst vera stóru sigurvegararnir í breyttu hagkerfi heimsins. Hlutdeild þess í tekjum jókst á tímabilinu frá 1990 til 2015 á sama tíma og 40 prósent fátækasta fólksins tóká sig tekjuskerðingu. Í skýrslunni segir að ein af afleiðingum ójöfnuðar innan samfélaga sé hægari hagvöxtur. „Í samfélögum ójöfnuðar þar sem mikill munur er til dæmis á menntun og heilbrigðisþjónustu er mikil hætta á áð fólk festist í fátækt kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að munurinn á meðaltekjum milli þjóða fari minnkandi en engu að síður sé himinn og haf á milli ríkustu og fátækustu heimshlutanna. Þannig séu til dæmis meðaltekjur í Norður-Ameríku sextán sinnum hærri en íbúa í sunnanverðri Afríku. Þá kemur fram í skýrslunni að hagvöxtur sé mestur í Kina og í öðrum ríkjum Asíu. Í annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, frá skrifstofu um ástand og horfur í efnahagsmálum (WESP), segir að hagvöxtur í heiminum hafði aðeins verið 2,3 prósent á nýliðnu ári, sá minnsti í áratug. „Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meðal heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg störf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum,“ segir í skýrslunni.Skýrsla DESASkýrsla WESPFrétt UNRICÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent