Gunnar Jóhann ákærður fyrir manndráp af ásetningi Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 22:37 Frá vettvangi í Mehamn. TV2/Christoffer Robin Jensen Ákæra hefur verið gefin út á hendur Gunnari Jóhanni Gunnarssyni fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum að bana af ásetningi í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Auk manndrápsins er Gunnar Jóhann ákærður fyrir hótanir, húsbrot, brot á nálgunarbanni, stuld á bifreið og akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Mbl.is segir frá því í kvöld að saksóknarar í Troms og Finnmörku hafi gefið út ákæru í málinu í dag. Gunnar Jóhann er sakaður um að hafa valdið dauða Gísla Þórs Þórarinssonar, hálfbróður síns, á heimili þess síðarnefnda klukkan fimm á morgni 27. apríl árið 2019. Í ákærunni komi fram að Gunnar Jóhann hafi farið að heimili Gísla Þórs vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Haft er eftir Bjørn Gulstad, verjanda Gunnar Jóhanns, í frétt Mbl.is að honum komi á óvart að ákært hafi verið fyrir manndráp af ásetningi. Heldur lögmaðurinn því fram að Gunnar Jóhann hafi skotið hálfbróður sinn í átökum þeirra í ógáti. Réttarhöldin yfir Gunnari Jóhanni eiga að hefjast mánudaginn 23. mars við Héraðsdóm Vadsø. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Binda vonir við að réttað verði yfir Gunnari fyrir áramót Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í norska bænum Mehamn í apríl síðastliðnum, var í síðustu viku úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 12. nóvember 2019 07:20 Réttarhöldum vegna manndráps í Mehamn frestað Réttarhöldum í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Noregi í apríl síðastliðinn, hefur verið frestað. 19. nóvember 2019 10:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ákæra hefur verið gefin út á hendur Gunnari Jóhanni Gunnarssyni fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum að bana af ásetningi í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Auk manndrápsins er Gunnar Jóhann ákærður fyrir hótanir, húsbrot, brot á nálgunarbanni, stuld á bifreið og akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Mbl.is segir frá því í kvöld að saksóknarar í Troms og Finnmörku hafi gefið út ákæru í málinu í dag. Gunnar Jóhann er sakaður um að hafa valdið dauða Gísla Þórs Þórarinssonar, hálfbróður síns, á heimili þess síðarnefnda klukkan fimm á morgni 27. apríl árið 2019. Í ákærunni komi fram að Gunnar Jóhann hafi farið að heimili Gísla Þórs vopnaður haglabyssu. Þar hafi þeir tekist á um vopnið og í þeim átökum hafi tvö skot hlaupið úr því. Annað þeirra hafnaði í vinstra læri Gíslar Þórs og blæddi honum út á skömmum tíma. Haft er eftir Bjørn Gulstad, verjanda Gunnar Jóhanns, í frétt Mbl.is að honum komi á óvart að ákært hafi verið fyrir manndráp af ásetningi. Heldur lögmaðurinn því fram að Gunnar Jóhann hafi skotið hálfbróður sinn í átökum þeirra í ógáti. Réttarhöldin yfir Gunnari Jóhanni eiga að hefjast mánudaginn 23. mars við Héraðsdóm Vadsø.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Binda vonir við að réttað verði yfir Gunnari fyrir áramót Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í norska bænum Mehamn í apríl síðastliðnum, var í síðustu viku úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 12. nóvember 2019 07:20 Réttarhöldum vegna manndráps í Mehamn frestað Réttarhöldum í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Noregi í apríl síðastliðinn, hefur verið frestað. 19. nóvember 2019 10:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Binda vonir við að réttað verði yfir Gunnari fyrir áramót Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í norska bænum Mehamn í apríl síðastliðnum, var í síðustu viku úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 12. nóvember 2019 07:20
Réttarhöldum vegna manndráps í Mehamn frestað Réttarhöldum í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Noregi í apríl síðastliðinn, hefur verið frestað. 19. nóvember 2019 10:01