Tillögu Sjálfstæðisflokksins vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 18:34 Fundur borgarstjórnar hófst í ráðhúsinu klukkan tvö í dag. Vísir/Friðrik Þór Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tillögu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma á leikskólum borgarinnar frá og með 1. apríl, var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú á sjöunda tímanum. Meirihlutinn vísaði til þess að eftir ætti að ræða breytinguna á opnun leikskóla í borgarráði. Frávísunartillagan var samþykkt með tólf atkvæðum borgarfulltrúa meirihlutans gegn níu atkvæðum borgarfulltrúa minnihlutans. Í bókun Sjálfstæðisflokksins um málið segir að skerðingin sem ákveðin hafi verið af skóla- og frístundaráði varði 938 börn hið minnsta. „Auk þess snertir breytingin um 2.000 foreldra í borginni beint en fjölskyldur þessara barna munu að óbreyttu missa þjónustu sem borgin er nú þegar að bjóða upp á. Þetta þýðir skerðingu á þjónustu fyrir u.þ.b. 18% barna á leikskólum Reykjavíkurborgar og fjölskyldur þeirra,“ segir meðal annars í bókun Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu utan eins séu nú með opið til fimm á daginn. „Það er ekki ásættanlegt að stærsta sveitarfélagið, sem á að vera leiðandi, skerði þessa grunnþjónustu við fjölskyldur í borginni,“ segir ennfremur í bókuninni. Í bókun frá meirihlutanum segir að tillögu Sjálfstæðisflokksins sé vísað frá á grundvelli þess að tillagan sé nú stödd hjá borgarráði. Það til standi að framkvæma ítarlegt jafnréttismat áður en tillagan verði samþykkt. Þá verði gert ráð fyrir lengri aðlögunartíma en lagt var upp með í fyrstu. „Samhliða verði veittur aukinn aðlögunartími að breytingunum sem miða að því að minnka álag á börn og starfsfólk leikskóla og standa þannig vörð um gæði leikskólastarfs sem er á heimsmælikvarða en glímir við tímabundinn vanda vegna skorts á leikskólakennurum eftir að kennaranám var lengt í fimm ár á sínum tíma,“ segir í bókun meirihlutans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent