Fór í golf eitt ágústkvöld og bjargaði líklega lífi ungrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:26 Jóhann Sveinbjörnsson er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Mynd/GG Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann. Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann.
Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30