Radiohead opnar fjársjóðskistuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 12:30 Gríðarlegt magn efnis má nú finna á vef Radiohead. Mynd/Radiohead Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér. Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead hefur opnað fjársjóðskistuna og gert mikinn fjölda tónleikaupptaka, tónlistarmyndbanda, æfingarefnis og listaverka, svo dæmi séu tekin, aðgengilegan á einum stað. Safnið er aðgengilegt á vef Radiohead og hefur vefsvæðið fengi nafnið Radiohead Public Library sem þýða mætti sem Almenningsbókasafn Radiohead. Í tilkynningu frá hljómsveitinni sé að markmiðið með verkefninu sé að á einum stað sé hægt að nálgast gríðarmikið efni sem tengist hljómsveitinni, sem áður hefur verið dreift hér og þar um internetið. Þannig geti aðdáendur nú nálgast ýmsar tónleikaupptökur og annað sem tengist hljómsveitinni í miklum gæðum og án auglýsinga.Sjá einnig:Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Meðal þess sem finna má í „bókasafninu“ er hágæðaupptaka frá goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar á Bonnaroo tónleikahátíðinni árið 2006, upptaka frá umdeildum tónleikum sveitarinnar í Tel Aviv árið 2017, fjórtán mínúta upptaka frá tónleikum Radiohead á Glastonbury árið 1997, sem nefndir hafa verið sem bestu tónleikar sögunnar, og svo mætti lengi áfram telja. Undanfarin ár gjöful fyrir aðdáendur Einnig er hægt, í fyrsta skipti, að streyma fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar, stuttskífunnar Drill sem kom út árið 1992, á netinu. Undanfarin ár hafa verið nokkuð gjöful fyrir aðdáendur sveitarinnar en gríðarmikið áður óútgefið efni hefur komið út á síðustu árum. Árið 2017 gaf hljómsveitin út 20 ára afmælisútgáfu OK Computer-breiðskífunnar, þar sem finna mátti upptökur sem aldrei höfðu heyrst áður. Það efni má til að mynda finna í hinu nýja „bókasafni“.Sjá einnig:Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Á síðasta ári gaf hljómsveitin svo út sautján klukkutíma af upptökum frá æfingum og tónleikum þegar hljómsveitin var að vinna að gerð OK Computer, eftir að efninu var lekið á netið. Óhætt er að segja að upptökurnar veiti magnaða innsýn í gerð plötunnar, sem er iðulega ofarlega á blaði þegar bestu plötur tónlistarsögunnar eru teknar saman.Nálgast má bókasafnið hér.
Tónlist Tengdar fréttir Þegar Radiohead hélt bestu tónleika sögunnar Og það breytti öllu. 28. janúar 2016 10:30 Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30 Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Fyllerí með Björk varð til þess að Thom Yorke fór að hugsa vel um röddina í sér Thom Yorke, söngvari bresku hljómsveitarinnar Radiohead segir að hann fyrst tekið það alvarlega að hann þyrfti að hugsa um röddina í sér eftir að hafa farið á fyllerí með Björk. 23. september 2019 20:15
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30
Gríðarlegu magni af áður óútgefnu efni Radiohead lekið á netið Málið er hið allt hið dularfyllsta. 5. júní 2019 20:30