Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 18:30 Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Sjá meira
Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Sjá meira