Hildur Vala Einarsdóttir er meðal flytjenda í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár og sendir hún lagið Fellibylur inn í keppnina. Á laugardaginn var tilkynnt hvaða lög myndu taka þátt í keppninni í ár.
Höfundar lagsins eru þau Hildur Vala og Jón Ólafsson, en Bragi Valdimar Skúlason gerði textann.
Myndbandið gerði Kanadamaðurinn Blair Alexander Massie sem hefur m.a. unnið með Damien Rice og Gyðu Valtýs, svo fáein dæmi séu nefnd.
Hildur Vala bar sigur úr bítum Idol stjörnuleit árið 2005 og hefur sent frá sér þrjár sólóplötur á sínum ferli.
Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sjálft.