Þjónusta verði ekki skert þrátt fyrir framúrkeyrslu Vegagerðarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 15:15 Mikillar vetrarþjónustu hefur verið þörf í vetur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, hefur beðið Vegagerðina um að skoða hvernig best verði brugðist við hallarekstri á vetrarþjónustu stofnunarinnar. Þrátt fyrir framúrkeyrslu á fjárheimildum sé ótækt að skera niður, í ljósi erfiðs vetrar sem gengið hefur yfir landið. Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn um málið í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurnin sneri að fréttum um að Vegagerðin yrði að skera vetrarþjónustu sína niður um 10 prósent, en halda uppi sömu þjónustu og hefur verið boðið upp á hingað til. Í upphafi árs var halli á rekstri vetrarþjónustu Vegagerðarinnar um einn milljarður króna. Kostnaður við þjónustuna hefur á síðustu fimm árum verið 3-4 milljarðar ár hvert. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þá var áætlaður kostnaður fyrir síðasta ár þrír milljarðar, auk þess sem 180 milljónum var veitt í viðbótarkostnað vegna ofsaveðursins sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum. „Það er ekkert óeðlilegt að á öllum hliðum hjá hinu opinbera sé einhvers konar aðhald þannig að menn fari vel með fé. En hins vegar er ég sammála hv. Þingmanni [Örnu Láru] að við núverandi aðstæður, eins og veturinn hefur verið í vetur, getum við ekki farið að skerða þjónustu á þessum tíma. Ég hef beðið Vegagerðina að fara vel yfir þessa hluti en auðvitað þarf Vegagerðin eins og allar aðrar stofnanir ríkisins að standast fjárlög“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í dag. Ráðuneyti hans muni nú taka til skoðunar hvort hægt verði að brúa bilið með því að sækja fjármuni af viðhaldi eða nýframkvæmdum eða óska eftir hærri upphæðum til málaflokksins við Alþingi, í þágu samgangna í landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Vísir/Vihelm
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samgöngur Veður Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira