Foreldri borgar 150 þúsund krónum minna fyrir frístund í Fjarðabyggð en á Seltjarnarnesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:26 Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Vísir/Vilhelm Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.
Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54