Blaðamaður Jyllands-Posten lærir íslensku með því að hlusta á FM95BLÖ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Berit leit við í hljóðveri FM957 í morgun. vísir/vilhelm „Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ. FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
„Ég hef verið að heimsækja fjölmiðla hér á landi og Háskóla Íslands til þess að verða betri blaðamaður,“ segir Berit Ertmann, blaðamaður Jyllands-Posten, sem hefur verið hér á landi síðustu daga og fengið að kynnast starfsemi íslenskra fjölmiðla. Berit hlustar reglulega á útvarpsþáttinn FM95BLÖ á FM957 og gerir hún það í gegnum hlaðvarpsveitur og á Vísi. Hún er aðdáandi þáttarins og lærir íslensku samhliða hlustuninni. FM95BLÖ hefur verið á dagskrá í að verða áratug og er þátturinn einn sá allra vinsælasti hér á landi. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson halda úti þættinum. „Ég fann þáttinn á Spotify og fannst strax gaman að hlusta á þessa stráka. Svo þegar þátturinn klárast á Spotify þá byrjar eldri þáttur strax að spilast í kjölfarið og ég bara hélt áfram. Ég var síðan allt í einu farin að keyra um á bílnum að hlusta á FM95BLÖ og að læra íslensku í leiðinni.“ Berit fékk auðvitað að hitta Auðunn Blöndal á Suðurlandsbrautinni í dag.vísir/sáp Berit hefur til að mynda tekið eftir því að við Íslendingar notum mikið orðið sko. „Stundum eru þeir að segja eitthvað rosalega fyndið sem ég kannski skil ekki alveg, en ég sit samt í bílnum og hlæ og veit samt ekkert almennilega hvað ég er að hlægja af. Það var mikið verið að tala um Jólajapl um jólin og ég skyldi það ekki. En það var samt mjög fyndið,“ segir Berit en aðallega talar Egill Einarsson um jólajapl í þáttunum og á hann þá við um munnmök yfir hátíðirnar. Berit fékk loksins útskýringu á orðinu í viðtalinu. „Ég er komin með túristaíslensku,“ segir Berit og það á íslensku. „Ég er mikið í hestamennsku og skil hestaíslenskuna nokkuð vel. Mamma mín talar íslensku því hún bjó hér í nokkur ár og þegar hún talar íslensku skil ég hana mjög vel. Við getum sagt að ég sé með ágæta barnaíslensku,“ segir Berit sem hefur hlustað á FM957 síðan árið 2003 og þá aðallega vegna tónlistarinnar á stöðinni til að byrja með. Berit hefur komið til Íslands sirka annað hvert ár frá árinu 2003 en móðir hennar varð ástfangin af íslenskum manni. „Ég er aðallega hér á sumrin og þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað um vetur.“ Hér að neðan má hlusta á síðasta þátt af FM95BLÖ.
FM95BLÖ Íslandsvinir Íslenska á tækniöld Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira