Feður eiga líka fæðingarsögur: „Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Ísak og Gréta eiga eina stúlku sem kom í heiminn árið 2017. Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Ísak Hilmarsson sem eignaðist sitt fyrsta barn ásamt sambýliskonu sinni Grétu Maríu Birgisdóttur árið 2017. Þau ákváðu að hefja söfnun á fæðingarsögum feðra og taka sögurnar saman í bókinni Fæðingarsögur feðra. Tilgangur verkefnisins er að auka umræðuna um fæðingarsögur feðra og gefa þeirra hlið meira rými. Við þurfum ekki að líta langt aftur í tímann þegar feður voru beinlínis ekki velkomnir að vera með í fæðingu, hlutirnir hafa þó breyst til hins betra á örfáum árum og þeirra hlutverk orðið mun meira. Ísland í dag hitti Ísak og Grétu nú á dögunum og fékk að heyra meira um verkefnið. „Mín upplifun af okkar fæðingu er mjög góð og þetta gekk mjög vel hjá okkur, bæði meðgangan og fæðingin sem tók kannski svolítinn tíma,“ segir Ísak. Vaknaði með samviskubit „Ég náði að sofa þarna aðeins um nóttina og safnaði kröftum fyrir það sem var framundan. Og ég vaknaði síðan með samviskubit, því ég hafði sofnað. Gréta er ljósmóðir og þekkir ferlið út í gegn en ég er leikmaður í þessu og var að læra allan tímann, bæði á meðgöngunni og í fæðingunni. Mér fannst þetta ótrúlega gaman,“ segir Ísak sem upplifði stundum smá eins og hann væri örlítið útundan inni í herberginu. „Ég var duglegur að spyrja vitandi það að flestir inni í herberginu vissu hvað væri að gerast, svo ég varð að spyrja svolítið,“ segir Ísak. „Það var mjög gott að hann lagði sig því það var eins og ég væri með tvær ljósmæður. Hann var með myndavélina, vatnsbrúsann og bara til í slaginn. Ég var búinn að hafa mjög miklar áhyggjur af því að það myndi líða yfir hann,“ segir Gréta. „Þetta var nú nokkuð spaugilegt en þegar það var mjög stutt í að hún kæmi, kannski sex til sjö mínútur, stoppar Gréta allt í einu, lítur á mig og spyr mig hvort það sé ekki allt í lagi með mig. Svipurinn á ljósmóðurinni var ansi fyndinn,“ segir Ísak. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Tímamót Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira