Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Ísak Hallmundarson skrifar 16. ágúst 2020 10:45 Lionel Messi leið ekki vel á föstudaginn. getty/Manu Fernandez Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira