Seinni sýnatakan sé nauðsynleg til að lágmarka smit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2020 15:31 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að segja megi að sýnataka tvö sé nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands. Hann fór yfir þann lærdóm sem yfirvöld hafa dregið að fyrirkomulagi skimana á landamærum að undanförnu, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Sem kunnugt er verður sú breyting gerð á skimunum á landamærum frá og með miðvikudeginum næstkomandi að allir þeir sem koma hingað til lands þurfa að fara í skimun við komu til landsins. Í kjölfarið fylgir sóttkví í fimm til sex daga áður en farið er í seinni skimun. Hvaða atriði eru það sem við höfum lært og hvað hefur þessi skimun fært okkur þekkingu um spurði Þórólfur á fundinum, áður en hann svaraði eigin spurningu. „Það er í fyrsta lagi að skimun á landamærum finnur smit hjá flestum einstaklingum og kemur þannig í veg fyrir fjölda smita inn í landið. Hins vegar hefur smit komist framhjá skimuninni og valdið hér hópsýkingum í tveimur tilfellum sem við höfum fjallað mikið um hér á undanförnum vikum,“ sagði Þórólfur. Það hafi gert það verkum að önnur hópsýkingin hafi náð að dreifa sér um landið þannig að tæplega 130 einstaklingar hafi smitast, og þar af fjórir verðir lagðir inn á sjúkrahús. „Líka höfum við lært að einstaklingar geta verið með neikvætt próf í fyrstu skimun en síðan þróað með sér smit sem finnst í sýnatöku tvö. Þannig að það má segja það að sýnataka tvö er nauðsynleg til að lágmarka frekar smit hérna til lands,“ sagði Þórólfur. Bakslag hefur orðið víða í baráttunni gegn Covid-19 í löndunum í grennd við Ísland, eftir ágætan árangur framan af í þeim efnum. Að mati Þórólfs mætti draga af því þá ályktun að líkurnar á því að smit berist til landsins í gegnum þá sem koma erlendis frá myndu aukast, nema allir séu skimaðir við komuna. Sumir hafi smyglað sér framhjá skimun Hins vegar hafi borið á því að einstaklingar frá löndum sem flokkuð hafi verið sem áhættusvæði sem komið hafi til Íslands í gegnum svokölluð örugg lönd hafi skráð öruggu löndin sem dvalarstað síðustu 14 daga og þannig smyglað sér framhjá skimun við komuna hingað til lands. „Þetta höfum við séð hér og valdið ákveðnum vandamálum fyrir okkur hér innanlands,“ sagði Þórólfur. Ljóst væri að flokkun í örugg lönd og áhættusvæði ætti ekki lengur rétt á sér. „Fyrri flokkun landa í örugg lönd og áhættulönd með tilliti til Covid-19 á því varla lengur rétt á sér, sérstaklega í ljósi vaxandi útbreiðslu í þeim löndum sem við höfum talið vera örugg. Ég tel því að sú leið sem að stjórnvöld hafa farið að flokka öll lönd sem áhættusvæði sé raunverulega árangursríkasta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran komist hingað til lands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira