Fótbolti

Birkir spilaði í grátlegu jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik Brescia og Udinese í dag.
Úr leik Brescia og Udinese í dag. vísir/getty

Þremur leikjum er nýlokið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem einn íslenskur leikmaður var í eldlínunni.

Birkir Bjarnason kom inná hjá Brescia á 69.mínútu og tíu mínútum síðar kom Dimitri Bisoli Brescia í 1-0 forystu gegn Udinese. 

Birki og félögum tókst ekki að halda út og innbyrða sinn fyrsta sigur á þessu ári því Rodrigo De Paul jafnaði metin á 92.mínútu.

Brescia í ansi vondum málum og fjarlægðist öruggt sæti í deildinni í dag því Lecce gerði sér lítið fyrir og skellti Napoli á útivelli, 2-3 á sama tíma og Genoa lagði Cagliari 1-0 en Lecce og Genoa eru næstu lið fyrir ofan Brescia í töflunni.

Brescia er nú sex stigum frá öruggu sæti, í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×