Cats hlaut flestar tilnefningar til Razzie-verðlauna Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 08:34 Judi Dench er á meðal þeirra sem tilnefndar eru fyrir versta leik í aukahlutverki. Skjáskot Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér. Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stórmyndin Cats sem byggð er á samnefndum söngleik Andrew Lloyd Webber og bók rithöfundarins T. S. Eliot Old Possum‘s Book of Practical Cats, hlaut tilnefningar til níu Razzie-verðlauna en tilnefningarnar voru tilkynntar í Los Angeles í nótt. Razzie-verðlaunin eða Gyllta Hindberið (Golden Raspberry) eru verðlaun sem veitt eru fyrir verstu frammistöðu í kvikmyndum á árinu. Lengi vel voru verðlaunin veitt nóttina áður en Óskarsverðlaunin fyrir bestu frammistöðu í kvikmyndum á árinu eru veitt en í ár var látið duga að kynna tilnefningarnar þann dag.Cats sem hefur fengið mikla gagnrýni frá kvikmyndagestum og gagnrýnendum hlaut eins og áður segir níu tilnefningar til verðlaunanna. Þar á meðal í flokkunum Versta mynd, Versta handrit og versta samvinna. Í raun hlaut Cats tvær tilnefningar til síðastnefnda flokksins.Francesca Hayward sem lék köttinn Viktoríu hlaut tilnefningu sem versta leikkona í aðalhlutverki, breski spjallþáttastjórnandinn James Corden hlaut tilnefningu sem versti leikari í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Bustopher Jones og þær Judi Dench og Rebel Wilson eru tilnefndar fyrir versta leik í aukahlutverki fyrir túlkanir sínar á Old Deuteronomy og Jennyanydots.Það eru þó ekki bara fólkið að baki Cats sem hlaut tilnefningu í ár. Stórleikarar og leikkonur á borð við Sylvester Stallone, fyrir leik í Rambo: Last Blood, Anne Hathaway, fyrir The Hustle og Serenity hlutu tilnefningar og sömu sögu má segja um óskarsverðlaunaleikarana Matthew McConaughey og Jessicu Chastain.Sjá má allar tilnefningarnar hér.
Bíó og sjónvarp Razzie Verðlaun Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira