Húsvíkingar vígðu nýja slökkvistöð Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2020 14:44 Húsvíkingar eru stoltir af nýrri slökkviliðsstöð. Slökkvilið Norðurþings Slökkviliðsstöð slökkviliðs Norðurþings á Húsavík var í gærð vígð við hátíðlega athöfn. Á meðal viðstaddra voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ásamt Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar (HMS). Í nýju stöðinni má finna allt sem þarf til starfsins og er hún hönnuð samkvæmt nýjustu kröfum til slíkra stöðva. Við þetta tilefni undirritaði forstöðumaður brunamála hjá HMS, Davíð S. Snorrason, nýja brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði slökkviliðs Norðurþings. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt og þjálfað að það ráði við brunahættuna sem er í sveitarfélaginu. „Brunamál og brunaöryggi skipta okkur sem samfélag miklu máli. Markmið mitt er að taka þennan málaflokk föstum tökum og efla til framtíðar. Bætt aðstaða slökkviliða, bæði til viðbragða, þjálfunar og fræðslu er fyrsta skrefið í þá átt að stórbæta brunavarnir landsmanna. Fátt getur valdið jafn miklu tjóni og alvarlegir brunar og við megum ekki láta staðar numið fyrr en það heyrir til undantekninga að brunaskaði verði í bæjum og sveitum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Ráðherrann bætti við „samfélagið allt þarf að búa við brunavarnir og forvarnir eins og best gerist. Þetta er á meðal þess sem ég vænti af nýrri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að hún stórefli brunavarnir mannvirkja, fræðslu og upplýsingagjöf til bæði heimila og fyrirtækja. Því er ánægjulegt að taka þátt í því ásamt forystufólki þessarar nýju stofnunar, HMS, að opna þessi glæsilegu nýju heimkynni slökkviliðsins í Norðurþingi á Húsavík.“ Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Slökkviliðsstöð slökkviliðs Norðurþings á Húsavík var í gærð vígð við hátíðlega athöfn. Á meðal viðstaddra voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra ásamt Hermanni Jónassyni, forstjóra Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar (HMS). Í nýju stöðinni má finna allt sem þarf til starfsins og er hún hönnuð samkvæmt nýjustu kröfum til slíkra stöðva. Við þetta tilefni undirritaði forstöðumaður brunamála hjá HMS, Davíð S. Snorrason, nýja brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði slökkviliðs Norðurþings. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað skipulagt og þjálfað að það ráði við brunahættuna sem er í sveitarfélaginu. „Brunamál og brunaöryggi skipta okkur sem samfélag miklu máli. Markmið mitt er að taka þennan málaflokk föstum tökum og efla til framtíðar. Bætt aðstaða slökkviliða, bæði til viðbragða, þjálfunar og fræðslu er fyrsta skrefið í þá átt að stórbæta brunavarnir landsmanna. Fátt getur valdið jafn miklu tjóni og alvarlegir brunar og við megum ekki láta staðar numið fyrr en það heyrir til undantekninga að brunaskaði verði í bæjum og sveitum landsins,“ sagði Ásmundur Einar Ráðherrann bætti við „samfélagið allt þarf að búa við brunavarnir og forvarnir eins og best gerist. Þetta er á meðal þess sem ég vænti af nýrri Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að hún stórefli brunavarnir mannvirkja, fræðslu og upplýsingagjöf til bæði heimila og fyrirtækja. Því er ánægjulegt að taka þátt í því ásamt forystufólki þessarar nýju stofnunar, HMS, að opna þessi glæsilegu nýju heimkynni slökkviliðsins í Norðurþingi á Húsavík.“
Norðurþing Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira