Guardiola segir að Messi eigi að klára ferilinn hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 23:00 Pep Guardiola og Lionel Messi þegar sá fyrrnefndi þjálfaði Barcelona liðið. Getty/ Laurence Griffiths Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Lionel Messi getur farið frítt frá Barcelona í sumar ef hann vill en gamli knattspyrnustjóri hjá Barca er í engum vafa með að Argentínumaðurinn eigi að klára ferilinn hjá Börsungum. Pep Guardiola var spurður út í framtíðarplön Lionel Messi á blaðamannafundi í dag en þar var hann reyndar mættur til að ræða leik Manchester City og West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Framtíð Messi hefur verið til umfjöllunar í evrópskum fjölmiðlum eftir að hann gagnrýndi íþróttastjóra félagsins opinberlega. Lionel Messi er ekki vanur að fara þá leið og allir innan Barcelona höfðu því skiljanlega áhyggjur af því að hann gæti verið búinn að fá nóg og væri mögulega á förum. Í nýjasta samningi Messi er ákvæði þar sem hann getur farið frítt frá félaginu í sumar. Það eru mörg félög í Evrópu sem tækju honum með opnum örmum. Guardiola hefur talað um það áður að hann vilji að Lionel Messi klári ferill sinn hjá Barcelona. Hann hefur ekki breytt um skoðun. Pep Guardiola puts end to Lionel Messi transfer talk, saying forward should remain at Barcelona until end of his career. @TelegraphDucker reports - https://t.co/CLplvvHcR3— Telegraph Football (@TeleFootball) February 7, 2020 „Það er mín ósk að hann verði áfram hjá Barcelona,“ sagði Pep Guardiola. Messi spilaði fyrir hann hjá Barca á árunum 2008 til 2012 og saman unnu þeir spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina tvisvar. Guardiola vildi ekki blanda sér inn í deilur Lionel Messi og Eric Abidal. „Ég ætla ekki að tala um leikmenn í öðrum félögum,“ sagði Guardiola og ítrekaði það sem hann sagði áður: „Ég held að hann klári ferilinn hjá Barcelona og það er líka mín ósk,“ sagði Guardiola. "He will stay there, that's my wish." Pep Guardiola has played down the rumours linking Lionel Messi with a move to Manchester City. More here https://t.co/CmrcbyTAWTpic.twitter.com/jk09CzQRXl— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Lionel Messi er 32 ára gamall og hefur spilað allan sinn feril hjá Barcelona. Hann kom til félagsins fjórtán ára og fór í gegnum akademíu félagsins. Messi hefur síðan slegið nánast öll met Barcelona en hann er nú kominn með 622 mörk fyrir aðallið Barcelona og hefur unnið spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sex sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira