Er Alfreð nógu stór til að losna við skugga Dags? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 11:30 Alfreð Gíslason og svo Dagur Sigurðsson þegar hann var tolleraður eftir sigur Þjóðverja á EM 2016. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011) Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Dagur Sigurðsson er með besta sigurhlutfallið af öllum þjálfurum þýska handboltalandsliðsins í gegnum tíðina. Alfreð Gíslason verður kynntur formlega í dag sem nýr þjálfari þýska handboltalandsliðsins og er ætlað það hlutverk að stýra liðinu á næstu þremur stórmótum. Einn Íslendingur hefur setið í þessum stól áður og náði þá sögulega góðum árangri með liðið. Dagur Sigurðsson stýrði þýska handboltalandsliðinu frá 2014 til 2017 og gerði liðið meðal annars að Evrópumeisturum auk þess að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Á tíma Dags með þýska landsliðið þá unnu Þjóðverjar 48 af 62 leikjum og töpuðu aðeins tólf. Þetta gerir 77,4 prósent sigurhlutfall sem er það hæsta meðal landsliðsþjálfara Þjóðverja í gegnum tíðina. Weltklasse-Spieler und Erfolgscoach: Alfred Gislason hat den Handball über Jahrzehnte geprägt. Ein Blick auf seine Karriere. https://t.co/FgMhJW3lh1#Gislason#Prokop— Sportschau (@sportschau) February 6, 2020 Christian Prokop byggði ofan á árangur Dags og liðið náði að vinna 72,6 prósent leikjanna undir hans stjórn. Prokop var því ekki að gera slæma hluti hvað varðar sigra í leikjum en náði ekki að vinna til verðlauna eins og forveri hans Dagur Sigurðsson. Best náðu Þjóðverjar fjórða sætinu undir stjórn Prokop á HM á heimavelli í fyrra en liðið tapaði þá á móti Frakklandi í leiknum um bronsið. Þýskaland hafði tapað fyrir Noregi í undanúrslitunum. Í þriðja sætinu yfir hæsta sigurhlutfall þýskra landsliðsþjálfara er Werner Vick sem þjálfaði þýska liðið frá 1955 til 1972 og gerði Þjóðverja tvisvar af heimsmeisturum í útihandknattleik þar sem hann var með 90,4 prósent sigurhlutfall. Alfreð Gíslason er Íslendingur eins og Dagur og verður því örugglega alltaf borinn saman við hann og þann flotta árangur sem þýska liðið náði hjá Degi. Details zum #Prokop-Aus als Handball-Bundestrainer: Alfred #Gislason setzte DHB Frist!https://t.co/9dX3Q37Wh5pic.twitter.com/9CpLyuKcqm— Der SPORTBUZZER (@Sportbuzzer) February 6, 2020 Alfreð er aftur á móti mjög sigursæll þjálfari í Þýskalandi sem hefur unnið sjö meistaratitla, sex bikarmeistaratitla og þrjá Meistaradeildartitla. Enginn annar landsliðsþjálfari hefur komið inn í þetta starf með jafnmarga stóra titla í þýskum handbolta. Heiner Brand vann þrjá meistaratitla og tvo bikarmeistaratitla áður en hann varð landsliðsþjálfari. Petre Ivanescu var með þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla áður en hann tók við. Þegar Vlado Stenzel tók við þýska landsliðinu hafði hann bæði gerð júgóslavneska landsliðið að Ólympíumeisturum 1972 sem og vinna júgóslavneska meistaratitilinn með RK Crvenka. Stenzel gerði Þjóðverja að heimsmeisturum 1978 og það gerði Heiner Brand einnig árið 2007. Dagur Sigurðsson lyftir hér Evrópumeistarabikarnum.Getty/Adam Nurkiewicz Besta sigurhlutfall sem þjálfari þýska handboltalandsliðsins: 1. Dagur Sigurðsson 77,4% (48 sigrar í 62 leikjum 2014-17) 2. Christian Prokop 72,6% (54 sigrar í 73 leikjum 2017-20) 3. Horst Käsler 67,7% (23 sigrar í 34 leikjum 1970-72) 4. Werner Vick 64,6% (124 sigrar í 192 leikjum 1955-72) 5. Petre Ivanescu 64,3% (48 sigrar í 62 leikjum 1987-89) 6. Heiner Brand 61,9% (247 sigrar í 399 leikjum 1997–2011)
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira