Á sunnudagskvöldið síðasta komu söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez á hálfleikssýningu Super Bowl og má með sanni segja að þær hafi slækið rækilega í gegn og fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu.
Þá fagnaði Kansas City Chiefs sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers.
Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum.
YouTube-síðan Watch Mojo hefur núna tekið saman tíu verstu augnablikin í hálfleikssýningunni en til að mynda fékk Maroon 5 mikla gagnrýni eftir þeirra frammistöðu fyrir rúmlega ári.
Hér að neðan má sjá umræddan samantekt en meðal þeirra sem koma fram í myndbandinu eru Fergie, Katy Perry, The Red Hot Chili Peppers, Justin Timberlake, Maroon 5 og fleiri.