Handbolti

Aftur­elding síðasta liðið í Höllina eftir að hafa burstað ÍR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þorsteinn Gauti átti góðan leik í kvöld.
Þorsteinn Gauti átti góðan leik í kvöld. vísir/bára

Það verða Afturelding, ÍBV, Haukar og Stjarnan sem berjast um að verða bikarmeistari karla í handbolta þetta árið en það varð ljóst eftir stórsigur Aftureldingar á ÍR í kvöld, 38-31.

Mosfellingar byrjuðu af miklum krafti og voru komnir með fimm marka forystu eftir stundarfjórðung, 12-7. Forystan í hálfleik var svo einnig fimm mörk, 20-15.

Þeir stigu svo bara á bensíngjöfina í síðari hálfleik og ÍR sem hefur verið að gera góða hluti í Olís-deildinni réð ekkert við heimamenn. Lokatölur sjö marka sigur Aftureldingar, 38-31.

Birgir Benediktsson skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sjö og Júlíus Þórir Stefánsson sex.

Sveinn Andri Sveinsson var markahæstur hjá ÍR með sjö mörk. Hafþór Már Vignisson gerði sex og Bergvin þór Gíslason fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×