Handbolti

Sigurður Bragason dæmdur í tveggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Bragason.
Sigurður Bragason. Vísir/Vilhelm

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands tók fyrir mál Eyjamannsins Sigurðar Bragasonar á aukafundi sínum í dag.

Sigurður Bragason hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna fyrr í þessum mánuði. Nú hefur aganefnd HSÍ tekið málið fyrir og skilað niðurstöðu.

Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, RicardoBernardoMachaiXavier, djöfulsins apakött. Sigurður var vægast sagt ósáttur við það þegar Ricardo dæmdi mark gilt hjá Fram þegar leiktíminn virtist hafa runnið út og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf Sigurði fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið.

Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“.

Dómi í málinu var frestað um sólarhring á meðan ÍBV var gefið tækifæri að koma á framfæri athugasemdum. Greinargerð hefur borist frá ÍBV vegna málsins þar sem komið var á framfæri athugasemdum og afsökunarbeiðni við dómara leiksins, vegna framgöngu þjálfarans.

Með vísan til orða þjálfarans og háttsemi hans, sem beindist að báðum dómurum leiksins, ber að úrskurða hann í leikbann vegna brots sem að mati nefndarinnar er réttilega heimfært undir reglu 8:10 a). Með tilvísun í 10. gr. reglugerðar HSÍ um agamál er það niðurstaða aganefndar að þjálfarinn er úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Það má sjá atvikið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×