

Olís-deild kvenna
Leikirnir

Marta hetja Eyjakvenna
ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum.
Fréttir í tímaröð

Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni
Grótta vann öruggan níu marka sigur, 30-21, gegn Stjörnunni í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Þetta var þriðji sigur Gróttu á tímabilinu og gefur liðinu betri möguleika á að halda sér uppi í úrvalsdeildinni.

Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR
Fram vann öruggan og mikilvægan 25-22 útisigur gegn ÍR í nítjándu umferð Olís deildar kvenna. Fram hefur þar með tryggt sér annað sæti deildarinnar.

„Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var súr og svekktur eftir naumt tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Lauk leiknum með tveggja marka sigri heimakvenna í Fram, 28-26, en leikurinn var hnífjafn allan tímann.

Haukar fóru illa með botnliðið
Haukar unnu öruggan 14 marka sigur er liðið tók á móti botnliði Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld.

Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum
Efstu lið Olís-deildar kvenna, Fram og Valur, öttu kappi í kvöld í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal og var um hnífjafnan leik að ræða. Lauk leiknum með naumum tveggja marka sigri heimakvenna í leik sem var hnífjafn allan tímann. Lokatölur 28-26.

„Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“
„Bara allt, við vorum bara ekki mættar á svæðið í dag,“ sagði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, eftir þriggja marka tap gegn Fram í Olís-deild kvenna í kvöld.

Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss
Botnlið Gróttu sótti stig á Selfoss í kvöld í hörkuleik liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta.

Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum
Fram vann þriggja marka sigur á Haukum, 26-23, í toppslag í Olís deild kvenna í handbolta. Framkonur hefndu með því fyrir tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum á dögunum.

Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
„Þetta er mjög stórt skref en mér fannst kominn tími á það,“ segir handboltakonan Elín Rósa Magnúsdóttir sem stekkur í djúpu laugina er hún fer út í atvinnumennsku til Þýskalands í sumar. Þar mun hún hafa stuðningsnet tveggja félaga sinna úr landsliðinu.

Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“
Besti leikmaður Olís deildar kvenna undanfarin ár, Elín Klara Þorkelsdóttir, hefur skrifað undir þriggja ára samning við meistaralið í Svíþjóð. Til mikils er ætlast af henni þar en verki Elínar hjá Haukum er þó ekki lokið.

Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu
Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og lykilmaður meistaraliðs Vals, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe. Samningurinn tekur gildi í sumar og klárar Elín Rósa tímabilið með Val.

Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku
Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof.

Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt
Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum.

Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali
Karen Knútsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hún tilkynnti þetta eftir leik Fram og Hauka í úrslitum Powerade bikars kvenna í gær.

Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu
ÍR vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 34-30, í Olís deild kvenna í handbolta í dag eftir að hafa verið 21-14 yfir í hálfleik.

Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina
Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.

Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit
Valskonur hafa náð sögulegum árangri í EHF-bikar kvenna í handbolta í vetur og stefna lengra. Stórt verkefni bíður á Hlíðarenda um helgina og búast má við fjölmenni í stúkunni.

Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna
Haukar unnu fimm marka sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur á Ásvöllum 29-25.

Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda
Íslandsmeistarar Vals sýndu ekki mikla gestrisni þegar Selfoss kom í heimsókn í Olís-deild kvenna. Valskonur voru átta mörkum yfir í hálfleik og unnu á endanum níu marka sigur, 31-22.

Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn
Framkonur voru nálægt því að kasta frá sér sigrinum gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag en lokatölur urðu 30-29 eftir að Fram hafði verið 17-11 yfir í hálfleik.

ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna
ÍR-ingar unnu afar öruggan 28-20 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, í Olís-deild kvenna í handbolta. Þar með komst ÍR einu stigi fyrir ofan Stjörnuna, í 5. sæti.

Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga
ÍBV náði að enda tíu leikja taphrinu sína í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið gerði 22-22 jafntefli við Gróttu á Seltjarnarnesi.

Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“
Haukar unnu í kvöld öruggan níu marka sigur á Selfossi á Ásvöllum, lokatölur 29-20. Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, var sátt með sitt lið sem á erfitt verkefni fyrir höndum um helgina í Tékklandi.