Keppanda í sænsku undankeppni Eurovision óvænt vikið úr keppni vegna dómsmáls Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 11:50 Thorsten Flinck fær ekki að taka þátt í Melodifestivalen. Vísir/Getty Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira
Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Fleiri fréttir Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði fyrir bókaklúbb Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Sjá meira