Telur það ekki góða lögmannshætti að mæta á slysstað og bjóða þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:00 Ferðamennirnir sem lentu í hrakningum á Langjökli í janúar sjást hér koma til Reykjavíkur þar sem lögmenn biðu þeirra til að bjóða fram þjónustu sína. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira