Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. febrúar 2020 20:00 Starfsfólk Reykjavíkurborgar sem lagði niður störf í dag kom saman til baráttufundar í Iðnó þar sem þetta skilti blasti við. vísir/elín Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan. Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 3.500 börn voru send heim af leikskólum í Reykjavíkurborg sem eru 63 talsins og hafði verkfallið mismikil áhrif þá. Ófaglært starfsfólk leikskóla er í Eflingu. Verkfallið hafði mest áhrif í Breiðholti þar sem 80 prósent leikskólabarna voru send heim. Í Árbæ og Grafarvogi voru 68 prósent leikskólabarna send heim. Flest börn voru send heim af leikskólanum Langholti, 148 talsins. Áhrif verkfallsins voru mismikil eftir hverfum borgarinnar.grafík/hafsteinn „Þetta eru 23 starfsmenn sem ganga út hjá okkur plús eldhúsfólkið okkar, þeir sem starfa í eldhúsinu. Það eru þrír starfsmenn,“ sagði Valborg Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri Langholts, í samtali við fréttastofu í dag. Leikskólinn í Langholti er sá næst fjölmennasti í borginni. Valborg segist styðja sitt starfsfólk sem lagði niður störf. „Og að vera með rétt 270 þúsund krónur útborgarðar, það segir sig bara sjálft að það gengur ekki upp í þessu samfélagi sem við búum í í dag,“ sagði Valborg. Foreldrar, forráðamenn, ömmur og afar streymdu svo að skólanum í hádeginu til að sækja börnin og studdu flestir kjarabaráttuna. „Mér finnst að það þurfi að bæta kjörin hjá lægst launuðum,“ sagði Þórdís Jónsdóttir, amma, sem mætt var til að sækja barnabörnin á Langholt ásamt afanum. „Mér finnst að þetta fólk þurfi meiri laun sem hér eru. Ég er bara afi að ná í börn þannig að þetta gerir mér ekki neitt til þannig,“ sagði Valgeir Jónasson, afi og fyrrverandi rafvirki sem var líka mættur til að sækja. „Þetta er fólk sem er að ala upp börnin okkar. Þau þurfa hærri laun, það er skammarlegt hvað þetta er lágt,“ sagði Dagmar Jónsdóttir, amma sem einnig var komin til að sækja barnabarn. Í grunnskólum lögðu skólaliðar á göngum og starfsfólk í mötuneyti niður störf. Í Hagaskóla gekk skólastjórinn í uppvaskið því annars hefði þurft að farga mat sem hafði verið pantaður. Þá var ekki hægt að bjóða upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða. Borgin sótti um undanþágu fyrir 245 stöðugildi af um 450 á velferðarsviði og varð Efling við þeim öllum. Þar á meðal vegna gistiskýlisins á Lindargötu fyrir heimilislausa. Verkfallið náði einnig til sorphirðumanna borgarinnar. Komi til verkfalls á fimmtudag hirða þeir ekki sorp í heilan sólarhring. Munu þeir vinna það upp í yfirvinnu á komandi helgi. Þá voru hjólastígar ekki hálkuvarðir eftir hádegi í dag vegna verkfallsins. Efling stóð síðan fyrir fjölmennum baráttufundi í Iðnó í dag. Þar flutti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, meðal annars ávarp og Bubbi Morthens tók nokkur lög áður en haldið var í kröfugöngu yfir í Ráðhús Reykjavíkur. Viðstaddir tóku vel undir þegar Bubbi Morthens tók eitt af sínum vinsælustu lögum sem fjallar um raunir verkalýðsins, Stál og hnífur. Rætt var við Sólveigu Önnu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í lok fréttarinnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Félagsmál Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent